Krefjast þess að greinar þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 13:33 Brigham and Women's-sjúkrahúsið er stærsta háskólasjúkrahús Harvard. Vísir/Getty Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó. Vísindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Harvard-háskóli hefur farið fram á að greinar um rúmlega þrjátíu rannsóknir þekkts hjartalæknis verði dregnar til baka vegna þess að í þeim sé að finna fölsuð eða skálduð gögn. Læknirinn skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann hélt því fram að hægt væri að gera við hjartaskemmdir með stofnfrumumeðferð. Rannsókn á greinum sem Piero Anversa hefur birt hófst í janúar árið 2013. Læknaskóli Harvard og Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston samþykkti að greiða alríkisstjórn Bandaríkjanna tíu milljónir dollara í dómsátt vegna ásakana um að Anversa hefði notað fölsk gögn til að fá rannsóknarstyrki í fyrra. Nú hefur háskólinn komist að þeirri niðurstöðu að Anversa hafi falsað gögn í 31 rannsókn sem hann birti greinar um. Draga ætti þær greinar til baka, að því er segir í frétt New York Times.Aldrei tókst að sannreyna niðurstöðurnar Anversa vakti fyrst athygli með rannsókn sem hann birti árið 2001 sem benti til þess að hægt væri að endurnýja skemmda hjartavöðva með stofnfrumum þvert á það sem vísindamenn höfðu talið. Sagðist hann hafa tekið stofnfrumur úr beinmerg og sprautað þeim í hjarta músa. Stofnfrumurnar hafi þar orðið að hjartafrumum og gert við skemmdirnar. Þá fullyrti hann síðar að ekki þyrfti að nota frumur úr beinmerg heldur hefði hjartað eigin stofnfrumur sem hægt væri að ná í og rækta á tilraunastofu. Öðrum rannsóknarstofum tókst aldrei að sannreyna niðurstöður hans. Rannsóknir hans leiddu engu að síður til stofnunar fjölda sprotafyrirtækja til að þróa meðferðir við hjartasjúkdómum. „Nokkrar greinar væru áhyggjuefni en 31 grein til viðbótar sem vafi leikur um er nánast fordæmalaust. Þetta er næstum því heildarverk heillar rannsóknarstofu og þannig er næstum því heilt vísindasvið nú véfengt,“ segir Benoit Bruneau, aðstoðarforstjóri hjarta- og æðarannsókna við Gladstone-stofnunina í San Fransiskó.
Vísindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira