Formaður borgarráðs segir stöðu meirihlutans sterka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2018 21:57 Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar fagna niðurstöðunni. „Staða meirihlutans er sterk og það kemur í ljós í þessari könnun að kjósendur eru skynsamir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Við Píratar erum að bæta við okkur tæplega 5% fylgi og ég tel það sýna að fólk kann að meta okkar áherslur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Eyþór Arnalds er ánægður með góðan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun.Vísir/stöð 2Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er á öðru máli. „Við heyrum í hins vegar fólki í baklandi þessarra flokka. Það er ekki mikil ánægja með þetta samstarf. Við erum langstærsti flokkurinn, við erum næstum því 50% stærri en Samfylkingin þannig að hlutfallslega erum við mjög sátt við það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. Fréttablaðið kannaði einnig hver ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu taldi um þriðjungur svarenda að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina meirihlutans. Minnihlutinn í borgarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við „braggamálið“ svokallaða og fleiri mál eins og framúrkeyrslu hjá Félagsbústöðum og vegna framkvæmda við Mathöllina. Mér finnst þetta vera byrjunin á einhverju miklu miklu dýpra og miklu miklu meira. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið að stinga á einhverju kýli og það bara velli út gröfturinn núna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. „Já, það er ýmislegt sem er að koma á yfirborðið varðandi borgina og það er margt sem þarf að laga þar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni. Sjálfstæðismenn segja að framúrkeyrslan hlaupi á gríðarlegum fjármunum síðustu átta ár. „Þessi þrjú verk sem hafa verið nefnt voru 800 milljónir, ef við tökum með Orkuveituhúsið og fleiri mál þá eru þetta milljarðar,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn Tengdar fréttir Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar fagna niðurstöðunni. „Staða meirihlutans er sterk og það kemur í ljós í þessari könnun að kjósendur eru skynsamir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Við Píratar erum að bæta við okkur tæplega 5% fylgi og ég tel það sýna að fólk kann að meta okkar áherslur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Eyþór Arnalds er ánægður með góðan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun.Vísir/stöð 2Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er á öðru máli. „Við heyrum í hins vegar fólki í baklandi þessarra flokka. Það er ekki mikil ánægja með þetta samstarf. Við erum langstærsti flokkurinn, við erum næstum því 50% stærri en Samfylkingin þannig að hlutfallslega erum við mjög sátt við það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. Fréttablaðið kannaði einnig hver ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu taldi um þriðjungur svarenda að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina meirihlutans. Minnihlutinn í borgarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við „braggamálið“ svokallaða og fleiri mál eins og framúrkeyrslu hjá Félagsbústöðum og vegna framkvæmda við Mathöllina. Mér finnst þetta vera byrjunin á einhverju miklu miklu dýpra og miklu miklu meira. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið að stinga á einhverju kýli og það bara velli út gröfturinn núna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. „Já, það er ýmislegt sem er að koma á yfirborðið varðandi borgina og það er margt sem þarf að laga þar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni. Sjálfstæðismenn segja að framúrkeyrslan hlaupi á gríðarlegum fjármunum síðustu átta ár. „Þessi þrjú verk sem hafa verið nefnt voru 800 milljónir, ef við tökum með Orkuveituhúsið og fleiri mál þá eru þetta milljarðar,“ segir Eyþór Arnalds.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00