Bækurnar, málið og lesskilningurinn Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 17. október 2018 17:30 Í vikunni mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgáfa hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og því mikilvægt að spyrna við fótum með markvissum aðgerðum. Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku er liður í heildstæðri nálgun til eflingar íslenskunni. Þar er verið að mæta áskorunum úr mörgum áttum. Meðal aðgerða til að styrkja stöðu íslenskunnar, eru auk stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrirhugaður stuðningur við einkarekna fjölmiðla, aukin áhersla á íslensku í menntakerfinu og umfangsmikið átaksverkefni á sviði máltækni. Þetta eru fjölþættar aðgerðir en hér dugir heldur ekki annað. Ef takast á að tryggja að íslenskan verði áfram aðalmálið þarf samstillta vinnu margra aðila víða í þjóðfélaginu. Það er alveg ljóst að grundvöllur aðgerðanna er eindreginn vilji stjórnvalda til að tryggja framgang, þróun og framtíð íslenskrar tungu.Halla Signý Kristjánsdóttir.Læsi og lesskilningur hafa mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og um leið á samfélagið og samkeppnishæfni þess til framtíðar. Með aðgerðunum nú er verið að fylgja eftir þeirri vinnu sem lögð hefur verið á læsi í skólum. Vísbendingar eru um að sú vinna sé farin að skila árangri eins og sást í niðurstöðum Lesfimiprófanna núna í september, það er frábært. Aðgengi að fjölbreyttu og áhugaverðu lesefni er grundvallaratriði fyrir þjóð sem ætlar sér að bæta læsi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur einnig boðað stofnun nýjan barna- og unglingabókasjóðs sem hefji starfsemi á næsta ári enda hefur yngri kynslóðin bent á að auka þurfi framboð af góðum bókum. Við erum sannfærðar um að heildstæð nálgun til eflingar íslenskunni og nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku verður hvatning fyrir útgefendur og rithöfunda. Þá gleðjast bókaorma sem njóta góðs af, en umfram allt bindum við vonir við að aðgerðirnar muni skila auknum áhuga barna- og ungmenna á bókalestri og betra læsi þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgáfa hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og því mikilvægt að spyrna við fótum með markvissum aðgerðum. Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku er liður í heildstæðri nálgun til eflingar íslenskunni. Þar er verið að mæta áskorunum úr mörgum áttum. Meðal aðgerða til að styrkja stöðu íslenskunnar, eru auk stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrirhugaður stuðningur við einkarekna fjölmiðla, aukin áhersla á íslensku í menntakerfinu og umfangsmikið átaksverkefni á sviði máltækni. Þetta eru fjölþættar aðgerðir en hér dugir heldur ekki annað. Ef takast á að tryggja að íslenskan verði áfram aðalmálið þarf samstillta vinnu margra aðila víða í þjóðfélaginu. Það er alveg ljóst að grundvöllur aðgerðanna er eindreginn vilji stjórnvalda til að tryggja framgang, þróun og framtíð íslenskrar tungu.Halla Signý Kristjánsdóttir.Læsi og lesskilningur hafa mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og um leið á samfélagið og samkeppnishæfni þess til framtíðar. Með aðgerðunum nú er verið að fylgja eftir þeirri vinnu sem lögð hefur verið á læsi í skólum. Vísbendingar eru um að sú vinna sé farin að skila árangri eins og sást í niðurstöðum Lesfimiprófanna núna í september, það er frábært. Aðgengi að fjölbreyttu og áhugaverðu lesefni er grundvallaratriði fyrir þjóð sem ætlar sér að bæta læsi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur einnig boðað stofnun nýjan barna- og unglingabókasjóðs sem hefji starfsemi á næsta ári enda hefur yngri kynslóðin bent á að auka þurfi framboð af góðum bókum. Við erum sannfærðar um að heildstæð nálgun til eflingar íslenskunni og nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku verður hvatning fyrir útgefendur og rithöfunda. Þá gleðjast bókaorma sem njóta góðs af, en umfram allt bindum við vonir við að aðgerðirnar muni skila auknum áhuga barna- og ungmenna á bókalestri og betra læsi þjóðarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun