Bækurnar, málið og lesskilningurinn Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 17. október 2018 17:30 Í vikunni mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgáfa hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og því mikilvægt að spyrna við fótum með markvissum aðgerðum. Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku er liður í heildstæðri nálgun til eflingar íslenskunni. Þar er verið að mæta áskorunum úr mörgum áttum. Meðal aðgerða til að styrkja stöðu íslenskunnar, eru auk stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrirhugaður stuðningur við einkarekna fjölmiðla, aukin áhersla á íslensku í menntakerfinu og umfangsmikið átaksverkefni á sviði máltækni. Þetta eru fjölþættar aðgerðir en hér dugir heldur ekki annað. Ef takast á að tryggja að íslenskan verði áfram aðalmálið þarf samstillta vinnu margra aðila víða í þjóðfélaginu. Það er alveg ljóst að grundvöllur aðgerðanna er eindreginn vilji stjórnvalda til að tryggja framgang, þróun og framtíð íslenskrar tungu.Halla Signý Kristjánsdóttir.Læsi og lesskilningur hafa mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og um leið á samfélagið og samkeppnishæfni þess til framtíðar. Með aðgerðunum nú er verið að fylgja eftir þeirri vinnu sem lögð hefur verið á læsi í skólum. Vísbendingar eru um að sú vinna sé farin að skila árangri eins og sást í niðurstöðum Lesfimiprófanna núna í september, það er frábært. Aðgengi að fjölbreyttu og áhugaverðu lesefni er grundvallaratriði fyrir þjóð sem ætlar sér að bæta læsi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur einnig boðað stofnun nýjan barna- og unglingabókasjóðs sem hefji starfsemi á næsta ári enda hefur yngri kynslóðin bent á að auka þurfi framboð af góðum bókum. Við erum sannfærðar um að heildstæð nálgun til eflingar íslenskunni og nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku verður hvatning fyrir útgefendur og rithöfunda. Þá gleðjast bókaorma sem njóta góðs af, en umfram allt bindum við vonir við að aðgerðirnar muni skila auknum áhuga barna- og ungmenna á bókalestri og betra læsi þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í vikunni mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgáfa hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og því mikilvægt að spyrna við fótum með markvissum aðgerðum. Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku er liður í heildstæðri nálgun til eflingar íslenskunni. Þar er verið að mæta áskorunum úr mörgum áttum. Meðal aðgerða til að styrkja stöðu íslenskunnar, eru auk stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrirhugaður stuðningur við einkarekna fjölmiðla, aukin áhersla á íslensku í menntakerfinu og umfangsmikið átaksverkefni á sviði máltækni. Þetta eru fjölþættar aðgerðir en hér dugir heldur ekki annað. Ef takast á að tryggja að íslenskan verði áfram aðalmálið þarf samstillta vinnu margra aðila víða í þjóðfélaginu. Það er alveg ljóst að grundvöllur aðgerðanna er eindreginn vilji stjórnvalda til að tryggja framgang, þróun og framtíð íslenskrar tungu.Halla Signý Kristjánsdóttir.Læsi og lesskilningur hafa mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og um leið á samfélagið og samkeppnishæfni þess til framtíðar. Með aðgerðunum nú er verið að fylgja eftir þeirri vinnu sem lögð hefur verið á læsi í skólum. Vísbendingar eru um að sú vinna sé farin að skila árangri eins og sást í niðurstöðum Lesfimiprófanna núna í september, það er frábært. Aðgengi að fjölbreyttu og áhugaverðu lesefni er grundvallaratriði fyrir þjóð sem ætlar sér að bæta læsi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur einnig boðað stofnun nýjan barna- og unglingabókasjóðs sem hefji starfsemi á næsta ári enda hefur yngri kynslóðin bent á að auka þurfi framboð af góðum bókum. Við erum sannfærðar um að heildstæð nálgun til eflingar íslenskunni og nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku verður hvatning fyrir útgefendur og rithöfunda. Þá gleðjast bókaorma sem njóta góðs af, en umfram allt bindum við vonir við að aðgerðirnar muni skila auknum áhuga barna- og ungmenna á bókalestri og betra læsi þjóðarinnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun