Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 19:50 Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson. Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson.
Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent