Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 19:50 Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson. Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson.
Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira