Aðeins ein verðfyrirspurn og samningarnir allir munnlegir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. október 2018 09:15 Þó útboðsskylda myndist ekki ber sveitarfélögum að viðhafa samkeppni með verðfyrirspurnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK REYKJAVÍK Engir skriflegir verksamningar liggja til grundvallar framkvæmd við uppbyggingu og endurnýjun braggans við Nauthólsvík 100 og aðeins eru til í einu tilviki gögn sem sýna fram á að samanburðartilboða hafi verið leitað. Verkið fór aldrei í formlegt innkaupaferli heldur var samningum komið á með munnlegum hætti. Þetta kemur fram í áliti borgarlögmanns á fylgni við innkaupareglur við gerð samninga um braggann. Kostnaður við hann stendur nú í tæplega þrefalt hærri upphæð en upphafleg kostnaðaráætlun, í kringum 150 milljónir króna, gerði ráð fyrir. Í álitinu kemur fram að verkið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup en hins vegar hafi innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru þverbrotnar. Samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er skylt að viðhafa innkaupaferli ef áætluð samningsfjárhæð er yfir 28 milljónum króna. Þó upphæð nái ekki útboðsfjárhæð er opinberum aðilum skylt að viðhafa samkeppni við innkaup, til dæmis með verðfyrirspurn meðal mögulegra þjónustuveitenda eða birgja. Í máli braggans var það aðeins einu sinni gert en sú fyrirspurn sneri að innkaupum á flísum. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi innkauparáðs er vikið að svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 2. október. „Ég ítreka það að það sem kom fram, að það hafi verið farið í verðfyrirspurnir en ekki útboð, það er það sem hefur komið fram í umfjöllun um málið.“ Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar (SEA) hafi haldið því fram við borgarstjóra og aðra kjörna fulltrúa að notast hafi verið við verðfyrirspurnir í verkefninu. Erfitt sé fyrir kjörna fulltrúa að ganga út frá öðru en að slíkt sé rétt. Álit borgarlögmanns var lagt fram á fundi innkauparáðs borgarinnar í gær. Innkauparáð óskaði eftir því að álitið yrði unnið á fundi eftir fund þess 18. ágúst 2017. Ekki tókst að skila því fyrr en nú þar sem SEA veitti borgarlögmanni ekki tilskilin gögn til að unnt væri að vinna álitið. Beiðni um afhendingu gagnanna var ítrekuð í september, nóvember og desember í fyrra og aftur í janúar, febrúar, mars, maí, ágúst, september og október þessa árs. Ekki liggur fyrir hvers vegna það tók SEA svo langan tíma að svara erindinu. „Fengust svör [frá SEA þann 24. maí 2018] í tölvupósti að leggja þyrfti lokahönd á minnisblað sem yrði klárað eftir helgi og að síðan yrði samantekt unnin úr upplýsingum SEA um kostnað. Hvorugt barst og var sú beiðni ítrekuð 14. ágúst 2018. Þeirri beiðni svaraði verkefnastjóri SEA með tölvupósti 16. ágúst og kvaðst koma með gögnin í næstu viku,“ segir í áliti borgarlögmanns. Minnisblaðið lá fyrir um miðjan september. Ekki náðist í Óla Jón Hertervig, deildarstjóra SEA, eða Guðlaugu S. Sigurðardóttur, fjármálastjóra SEA, þrátt fyrir tilraunir þess efnis. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00 Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
REYKJAVÍK Engir skriflegir verksamningar liggja til grundvallar framkvæmd við uppbyggingu og endurnýjun braggans við Nauthólsvík 100 og aðeins eru til í einu tilviki gögn sem sýna fram á að samanburðartilboða hafi verið leitað. Verkið fór aldrei í formlegt innkaupaferli heldur var samningum komið á með munnlegum hætti. Þetta kemur fram í áliti borgarlögmanns á fylgni við innkaupareglur við gerð samninga um braggann. Kostnaður við hann stendur nú í tæplega þrefalt hærri upphæð en upphafleg kostnaðaráætlun, í kringum 150 milljónir króna, gerði ráð fyrir. Í álitinu kemur fram að verkið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup en hins vegar hafi innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru þverbrotnar. Samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er skylt að viðhafa innkaupaferli ef áætluð samningsfjárhæð er yfir 28 milljónum króna. Þó upphæð nái ekki útboðsfjárhæð er opinberum aðilum skylt að viðhafa samkeppni við innkaup, til dæmis með verðfyrirspurn meðal mögulegra þjónustuveitenda eða birgja. Í máli braggans var það aðeins einu sinni gert en sú fyrirspurn sneri að innkaupum á flísum. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi innkauparáðs er vikið að svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 2. október. „Ég ítreka það að það sem kom fram, að það hafi verið farið í verðfyrirspurnir en ekki útboð, það er það sem hefur komið fram í umfjöllun um málið.“ Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar (SEA) hafi haldið því fram við borgarstjóra og aðra kjörna fulltrúa að notast hafi verið við verðfyrirspurnir í verkefninu. Erfitt sé fyrir kjörna fulltrúa að ganga út frá öðru en að slíkt sé rétt. Álit borgarlögmanns var lagt fram á fundi innkauparáðs borgarinnar í gær. Innkauparáð óskaði eftir því að álitið yrði unnið á fundi eftir fund þess 18. ágúst 2017. Ekki tókst að skila því fyrr en nú þar sem SEA veitti borgarlögmanni ekki tilskilin gögn til að unnt væri að vinna álitið. Beiðni um afhendingu gagnanna var ítrekuð í september, nóvember og desember í fyrra og aftur í janúar, febrúar, mars, maí, ágúst, september og október þessa árs. Ekki liggur fyrir hvers vegna það tók SEA svo langan tíma að svara erindinu. „Fengust svör [frá SEA þann 24. maí 2018] í tölvupósti að leggja þyrfti lokahönd á minnisblað sem yrði klárað eftir helgi og að síðan yrði samantekt unnin úr upplýsingum SEA um kostnað. Hvorugt barst og var sú beiðni ítrekuð 14. ágúst 2018. Þeirri beiðni svaraði verkefnastjóri SEA með tölvupósti 16. ágúst og kvaðst koma með gögnin í næstu viku,“ segir í áliti borgarlögmanns. Minnisblaðið lá fyrir um miðjan september. Ekki náðist í Óla Jón Hertervig, deildarstjóra SEA, eða Guðlaugu S. Sigurðardóttur, fjármálastjóra SEA, þrátt fyrir tilraunir þess efnis.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00 Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00
Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37
Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30