Risastór ný könnun framkvæmd af Nielsen Sports komst að þeirri niðurstöðu að 84 prósent íþróttaáhugamanna, þar sem ríflega helmingurinn eru karlmenn, hafa áhuga á kvennaíþróttum. BBC greinir frá.
Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi en í henni kom í ljós að 51 prósent karlmanna í þessum löndum hafa áhuga á kvennaíþróttum.
Í heildina hafa 64 prósent allra þeirra karlmanna og kvenmanna sem spurðir voru í könnuninni í löndunum átta áhuga á að minnsta kosti einni kvennaíþrótt. Eitt þúsund einstaklingar voru spurðir í hverju landi fyrir sig.
Einnig kom fram að áhuginn var meiri á þeim íþróttum þar sem keppt er á meiri jafnréttisgrundvelli eins og í frjálsíþróttum og tennis. Minni áhugi var á íþróttum þar sem skiptingin er augljósari á milli karla og kvenna eins og í golfi, krikket og fótbolta.
Næstum 50 prósent þeirra kvenna sem spurður var segir kvennaíþróttir samkeppnishæfar en 44 prósent karlmanna. Fjörutíu og eitt prósent kvenna finnast kvennaíþróttir hvetjandi en 31 prósent karlmanna.
Ríflega 80 prósent íþróttaáhugamanna hafa áhuga á kvennaíþróttum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti