Notum bara það nýjasta og ferskasta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2018 10:00 Hjónin Magnús og Ragnheiður, ásamt sonum sínum Guðmundi og Hauki. Öll eru þau samtaka í að gera vel við gesti sína í Tjöruhúsinu, sem þau tóku við árið 2004. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Heimamenn á Ísafirði fara með gesti sína í mat á Tjöruhúsið, túristar lesa lofsamlegar umsagnir um staðinn á netinu og láta ekki hjá líða að gera eigin bragðprufur þegar þeir eiga leið um. Því er Tjöruhúsið tvísett öll kvöld yfir sumartímann. Það er fjölskylda sem rekur Tjöruhúsið. Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir tóku þar við rekstri árið 2004, sem þá hafði verið í formi kaffi- og vöfflusölu, og þau bættu hádegismat við en höfðu einungis opið yfir sumarmánuðina fyrstu tvö árin. Nú er opið frá páskum út október og þrjú börn þeirra hjóna, Haukur, Salóme og Guðmundur, hafa tekið við stjórninni. Salóme sér um skipulag og gestamóttökur, Haukur um daglegan rekstur, bókanir og stefnumótun og Guðmundur er innkaupastjóri og kokkur, ásamt föður sínum. Foreldrarnir leggja hönd á plóg líka, enda annríki mikið, einkum yfir sumartímann. „Þetta er fimmtánda sumarið okkar en við erum að eldast,“ segir Magnús. Innanstokks er allt í fornum stíl eins og vera ber. „Við vorum með veitingastað hér við höfnina áður, sem hét Sjómannastofan, það er að vísu langt síðan, 1987 til 1993. Seinna var Maggi beðinn að taka þetta að sér,“ lýsir Ragnheiður. „Þá var þetta bara í mýflugumynd,“ segir Magnús. „Þetta var sumarstaður, það var erfitt að fá fólk til að vinna og Ísafjarðarbær bauð 150 þúsund króna meðgjöf með rekstrinum.“ „Ég sagði nei fyrst,“ segir Ragnheiður. Við áttum þá lítil börn og þetta er svo mikil vinna. En Maggi bað svo fallega, „geerðu það“, þá sagði ég já! Svo voru börnin hlaupandi hér um og þau vaxa ekkert upp úr því.“ Kolapannan með kartöflum og salati komin á borð úti á stétt á milli húsanna fjögurra sem tilheyra Neðstakaupstað. Fiskurinn er aðalhráefnið í matargerðinni að sögn Ragnheiðar. „Ég sagði við Magga að við skyldum bara hafa fisk. Þegar við rákum Sjómannastofuna með alls kyns mat, þá voru 97% allra útlendinga sem völdu fisk.“ Eru fastir réttir? „Nei, það er breytilegt frá degi til dags og fer algerlega eftir því hvað kemur upp úr sjónum. Við notum bara það nýjasta og ferskasta,“ segir Magnús. „Maggi sér um löndun hér og veit alveg hvernig fiskur á að vera. Hann þekkir hvað er best. Keypti til dæmis gríðarlega fallegan kola í gær,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við mjög heppin að vera með svona ungan mann í eldhúsinu eins og Guðmund, hann kemur með nýjar hugmyndir að matreiðslu, því maður staðnar með aldrinum. Hann er búinn að þróa ýmsa rétti. Þetta er í raun hlaðborð á kvöldin með sjö til ellefu tegundum, plús meðlæti, og við erum með tvísett í salnum í þrjá mánuði á sumrin.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Heimamenn á Ísafirði fara með gesti sína í mat á Tjöruhúsið, túristar lesa lofsamlegar umsagnir um staðinn á netinu og láta ekki hjá líða að gera eigin bragðprufur þegar þeir eiga leið um. Því er Tjöruhúsið tvísett öll kvöld yfir sumartímann. Það er fjölskylda sem rekur Tjöruhúsið. Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir tóku þar við rekstri árið 2004, sem þá hafði verið í formi kaffi- og vöfflusölu, og þau bættu hádegismat við en höfðu einungis opið yfir sumarmánuðina fyrstu tvö árin. Nú er opið frá páskum út október og þrjú börn þeirra hjóna, Haukur, Salóme og Guðmundur, hafa tekið við stjórninni. Salóme sér um skipulag og gestamóttökur, Haukur um daglegan rekstur, bókanir og stefnumótun og Guðmundur er innkaupastjóri og kokkur, ásamt föður sínum. Foreldrarnir leggja hönd á plóg líka, enda annríki mikið, einkum yfir sumartímann. „Þetta er fimmtánda sumarið okkar en við erum að eldast,“ segir Magnús. Innanstokks er allt í fornum stíl eins og vera ber. „Við vorum með veitingastað hér við höfnina áður, sem hét Sjómannastofan, það er að vísu langt síðan, 1987 til 1993. Seinna var Maggi beðinn að taka þetta að sér,“ lýsir Ragnheiður. „Þá var þetta bara í mýflugumynd,“ segir Magnús. „Þetta var sumarstaður, það var erfitt að fá fólk til að vinna og Ísafjarðarbær bauð 150 þúsund króna meðgjöf með rekstrinum.“ „Ég sagði nei fyrst,“ segir Ragnheiður. Við áttum þá lítil börn og þetta er svo mikil vinna. En Maggi bað svo fallega, „geerðu það“, þá sagði ég já! Svo voru börnin hlaupandi hér um og þau vaxa ekkert upp úr því.“ Kolapannan með kartöflum og salati komin á borð úti á stétt á milli húsanna fjögurra sem tilheyra Neðstakaupstað. Fiskurinn er aðalhráefnið í matargerðinni að sögn Ragnheiðar. „Ég sagði við Magga að við skyldum bara hafa fisk. Þegar við rákum Sjómannastofuna með alls kyns mat, þá voru 97% allra útlendinga sem völdu fisk.“ Eru fastir réttir? „Nei, það er breytilegt frá degi til dags og fer algerlega eftir því hvað kemur upp úr sjónum. Við notum bara það nýjasta og ferskasta,“ segir Magnús. „Maggi sér um löndun hér og veit alveg hvernig fiskur á að vera. Hann þekkir hvað er best. Keypti til dæmis gríðarlega fallegan kola í gær,“ segir Ragnheiður. „Svo erum við mjög heppin að vera með svona ungan mann í eldhúsinu eins og Guðmund, hann kemur með nýjar hugmyndir að matreiðslu, því maður staðnar með aldrinum. Hann er búinn að þróa ýmsa rétti. Þetta er í raun hlaðborð á kvöldin með sjö til ellefu tegundum, plús meðlæti, og við erum með tvísett í salnum í þrjá mánuði á sumrin.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira