Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögn Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2018 12:31 Dmitry Peskov er hér fyrir miðju. Við hlið hans eru þeir Dmitry Medvedev, forsætisráðherra og fyrrverandi forseti, og Vladimir Pútín, forseti og fyrrverandi forsætisráðherra. EPA/MICHAEL KLIMENTYEV Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð. Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð.
Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15
Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23