Fljótum við sofandi að feigðarósi? Björn Þorláksson skrifar 9. október 2018 07:00 Brýnt er að velta fyrir sér framlagi Íslendinga og stefnu til að sporna við hnattrænni hlýnun. Ef horft er til sviðs stjórnmálanna má spyrja hvers konar viðurlög og hvatakerfi eru æskilegust til að við verðum sjálfbært draumaþjóðfélag? Framtíðarsýn Evrópu er að draumaþjóðfélagið losi lítinn koltvísýring og umhverfisvæn hagkerfi myndi grunn að vellíðan almennings ásamt þrautseigum vistkerfum. Helstu áskoranir tengjast ósjálfbærum framleiðslu- og neyslukerfum og áhrifum þeirra til langs tíma á vistkerfi og heilsu manna. „Raunar eigum við erfitt með að skilja hugmyndina hvað það þýðir að lifa innan þolmarka plánetunnar. Það sem er hins vegar augljóst er að við verðum að breyta lykilkerfum á borð við samgöngu-, orku-, húsnæðis- og matvælakerfi ef við viljum breytingar til lengri tíma litið,“ sagði Hans Bruyninckx , framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, þegar síðasta SOER-skýrsla um stöðu og horfur í umhverfismálum var kynnt. Ísland hefur alla burði að standa sig vel og leggja fram þekkingu til alþjóðasamstarfs um umhverfismál. Hitt er ljóst hvað okkar heimahlutskipti varðar að þótt nægt neysluvatn og ýmsir aðrir þættir séu okkur hagfelldir, þarf umpólun á ýmsum öðrum sviðum í meðvitund einstaklinga, fyrirtækja, atvinnulífs og stjórnmála gagnvart mikilvægi umhverfismála. Æska landsins virðist þó reiðubúin til að axla ábyrgð gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum ógnum sem steðja að veröldinni. Athygli hefur vakið að síðustu misseri hefur mátt sjá mikinn fjölda frétta þar sem börn eru leiðandi afl í umhverfismálum og vekja okkur hin sem eldri erum. Hvort við verðum nokkru sinni „draumaþjóðfélag“ er erfitt að segja. En það er mikilvægt að meðvitund barnanna okkar skerðist ekki vegna þess að við, „fullorðnir Íslendingar“, séum þeim ekki nægilega góð fyrirmynd í umhverfismálum. Lífsgæði og afkomumöguleikar okkar eigin barna eru undir. Í þeim efnum dugar ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Brýnt er að velta fyrir sér framlagi Íslendinga og stefnu til að sporna við hnattrænni hlýnun. Ef horft er til sviðs stjórnmálanna má spyrja hvers konar viðurlög og hvatakerfi eru æskilegust til að við verðum sjálfbært draumaþjóðfélag? Framtíðarsýn Evrópu er að draumaþjóðfélagið losi lítinn koltvísýring og umhverfisvæn hagkerfi myndi grunn að vellíðan almennings ásamt þrautseigum vistkerfum. Helstu áskoranir tengjast ósjálfbærum framleiðslu- og neyslukerfum og áhrifum þeirra til langs tíma á vistkerfi og heilsu manna. „Raunar eigum við erfitt með að skilja hugmyndina hvað það þýðir að lifa innan þolmarka plánetunnar. Það sem er hins vegar augljóst er að við verðum að breyta lykilkerfum á borð við samgöngu-, orku-, húsnæðis- og matvælakerfi ef við viljum breytingar til lengri tíma litið,“ sagði Hans Bruyninckx , framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, þegar síðasta SOER-skýrsla um stöðu og horfur í umhverfismálum var kynnt. Ísland hefur alla burði að standa sig vel og leggja fram þekkingu til alþjóðasamstarfs um umhverfismál. Hitt er ljóst hvað okkar heimahlutskipti varðar að þótt nægt neysluvatn og ýmsir aðrir þættir séu okkur hagfelldir, þarf umpólun á ýmsum öðrum sviðum í meðvitund einstaklinga, fyrirtækja, atvinnulífs og stjórnmála gagnvart mikilvægi umhverfismála. Æska landsins virðist þó reiðubúin til að axla ábyrgð gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum ógnum sem steðja að veröldinni. Athygli hefur vakið að síðustu misseri hefur mátt sjá mikinn fjölda frétta þar sem börn eru leiðandi afl í umhverfismálum og vekja okkur hin sem eldri erum. Hvort við verðum nokkru sinni „draumaþjóðfélag“ er erfitt að segja. En það er mikilvægt að meðvitund barnanna okkar skerðist ekki vegna þess að við, „fullorðnir Íslendingar“, séum þeim ekki nægilega góð fyrirmynd í umhverfismálum. Lífsgæði og afkomumöguleikar okkar eigin barna eru undir. Í þeim efnum dugar ekki að fljóta sofandi að feigðarósi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun