Endurhæfingarstöð fyrir ránfugla meðal styrkþega Landsbankans Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 15:50 Styrkþegar ásamt Dr. Guðrúnu Pétursdóttur, formanni dómnefndar og Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Fjármála hjá Landsbankanum. Aðsend Tólf verkefni hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í gær. Fjögur verkefni fengu 650 þúsund krónur hvert og átta verkefni 300 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að umhverfisstyrkjunum sé ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. „Dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið,“ segir í tilkynningunni og bætt við að í dómnefndinni hafi setið Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar. Eftirtaldir hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans að þessu sinni: 650.000 króna styrkir Landsskógar ehf. – Responsible IcelandStyrkurinn er veittur til verkefnisins „Responsible Iceland“ sem gengur út á að fá ferðamenn til að jafna kolefnisfótspor sitt vegna ferðalaga með framlagi til skógræktar og/eða annarrar landbætingar. Endurhæfingarmiðstöð fyrir slasaða villta fugla - Diana DivilekováStyrkurinn er veittur til að útbúa aðstöðu til meðhöndlunar og endurhæfingar á slösuðum eða veikum ránfuglum. Landvernd – Námsefni um matarsóun fyrir grunnskólanemaStyrkurinn er veittur til að útbúa námsefni fyrir miðstig grunnskóla um matarsóun. Björgunarsveitin Ársæll – Hreinsun strandlengju höfuðborgarsvæðisinsBjörgunarsveitin Ársæll hlýtur styrk til að hreinsa plast og annað rusl úr sjónum og meðfram strandlengjunni við höfuðborgarsvæðið. 300.000 króna styrkir Vistorka – Græna trektinStyrkurinn er veittur til að auka útbreiðslu á grænu trektinni, sem er olíu og fitusöfnunarílát fyrir heimili. Fitunni og olíunni er svo breytt í umhverfisvænt eldsneyti sem kallast Lífdísill. Þorvarður Árnason – Hopun jökla á SuðausturlandiStyrkurinn er veittur til að gera fræðslu- og kynningarefni um hopun íslenskra jökla af völdum loftslagsbreytinga. Alda Jónsdóttir – Bætt aðgengi að SveinsstekksfossiStyrkurinn er veittur til að bæta merkingar við Sveinsstekksfoss. Fossinn fellur í Fossá í Fossárdal í Berufirði og verða skilti sett upp við helstu áningar- og útsýnisstaði með upplýsingum um hættur sem ber að varast og öruggar leiðir. Jökuldalur – Stuðlagil, aðgengi og öryggiStyrkurinn er veittur til að bæta aðstöðu við Stuðlagil. Stuðlagil er í árfarvegi Jökulsár á Dal og aðgengi liggur um snarbratt gilið. Nauðsynlegt er að auka öryggi fólks og bæta aðkomu og aðgengi á staðnum þar sem vitund um hið stórfengna Stuðlagil hefur aukist til muna á síðustu árum. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Sjálfbærar VíknaslóðirStyrkurinn er veittur Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs til að fjármagna úttekt og endurbætur á gönguleiðinni Víknaslóðir. Víknaslóðir er eitt vinsælasta göngusvæði Austurlands og eru stikaðar gönguleiðir á svæðinu um 120 km. Jón Lyngmo – Lagfæring slóða að HöfðaströndStyrkurinn er veittur til að laga slóða frá Grunnavík í Jökulfjörðum við Ísafjarðardjúp til Flæðareyrar í Leirufirði. Páll Steinþórsson – SöguskiltiStyrkurinn er veittur til uppsetningar tveggja söguskilta í og við kirkjugarðinn í Arnarbæli í Ölfusi. Arnarbæli var kirkjustaður frá því á 13. öld fram til ársins 1909 en Páll hefur lagfært kirkjugarðinn í sjálfboðavinnu frá árinu 2013. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs – VistvangurSamtökin hljóta styrk til verkefnisins Vistvangur þar sem örfoka land er endurvakið til lífs með lífrænum úrgangsefnum og uppgræðslu. Umhverfismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Tólf verkefni hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í gær. Fjögur verkefni fengu 650 þúsund krónur hvert og átta verkefni 300 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að umhverfisstyrkjunum sé ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. „Dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið,“ segir í tilkynningunni og bætt við að í dómnefndinni hafi setið Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar. Eftirtaldir hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans að þessu sinni: 650.000 króna styrkir Landsskógar ehf. – Responsible IcelandStyrkurinn er veittur til verkefnisins „Responsible Iceland“ sem gengur út á að fá ferðamenn til að jafna kolefnisfótspor sitt vegna ferðalaga með framlagi til skógræktar og/eða annarrar landbætingar. Endurhæfingarmiðstöð fyrir slasaða villta fugla - Diana DivilekováStyrkurinn er veittur til að útbúa aðstöðu til meðhöndlunar og endurhæfingar á slösuðum eða veikum ránfuglum. Landvernd – Námsefni um matarsóun fyrir grunnskólanemaStyrkurinn er veittur til að útbúa námsefni fyrir miðstig grunnskóla um matarsóun. Björgunarsveitin Ársæll – Hreinsun strandlengju höfuðborgarsvæðisinsBjörgunarsveitin Ársæll hlýtur styrk til að hreinsa plast og annað rusl úr sjónum og meðfram strandlengjunni við höfuðborgarsvæðið. 300.000 króna styrkir Vistorka – Græna trektinStyrkurinn er veittur til að auka útbreiðslu á grænu trektinni, sem er olíu og fitusöfnunarílát fyrir heimili. Fitunni og olíunni er svo breytt í umhverfisvænt eldsneyti sem kallast Lífdísill. Þorvarður Árnason – Hopun jökla á SuðausturlandiStyrkurinn er veittur til að gera fræðslu- og kynningarefni um hopun íslenskra jökla af völdum loftslagsbreytinga. Alda Jónsdóttir – Bætt aðgengi að SveinsstekksfossiStyrkurinn er veittur til að bæta merkingar við Sveinsstekksfoss. Fossinn fellur í Fossá í Fossárdal í Berufirði og verða skilti sett upp við helstu áningar- og útsýnisstaði með upplýsingum um hættur sem ber að varast og öruggar leiðir. Jökuldalur – Stuðlagil, aðgengi og öryggiStyrkurinn er veittur til að bæta aðstöðu við Stuðlagil. Stuðlagil er í árfarvegi Jökulsár á Dal og aðgengi liggur um snarbratt gilið. Nauðsynlegt er að auka öryggi fólks og bæta aðkomu og aðgengi á staðnum þar sem vitund um hið stórfengna Stuðlagil hefur aukist til muna á síðustu árum. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Sjálfbærar VíknaslóðirStyrkurinn er veittur Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs til að fjármagna úttekt og endurbætur á gönguleiðinni Víknaslóðir. Víknaslóðir er eitt vinsælasta göngusvæði Austurlands og eru stikaðar gönguleiðir á svæðinu um 120 km. Jón Lyngmo – Lagfæring slóða að HöfðaströndStyrkurinn er veittur til að laga slóða frá Grunnavík í Jökulfjörðum við Ísafjarðardjúp til Flæðareyrar í Leirufirði. Páll Steinþórsson – SöguskiltiStyrkurinn er veittur til uppsetningar tveggja söguskilta í og við kirkjugarðinn í Arnarbæli í Ölfusi. Arnarbæli var kirkjustaður frá því á 13. öld fram til ársins 1909 en Páll hefur lagfært kirkjugarðinn í sjálfboðavinnu frá árinu 2013. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs – VistvangurSamtökin hljóta styrk til verkefnisins Vistvangur þar sem örfoka land er endurvakið til lífs með lífrænum úrgangsefnum og uppgræðslu.
Umhverfismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira