Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. september 2018 19:15 Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. Bragginn og byggingarnar við hann voru reistar árið 1943 og voru á sínum tíma nýttar sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Gert var ráð fyrir 158 milljóna króna kostnaði við endurbætur á byggingunum en kostnaðurinn hljóðar í dag upp á 415 milljónir króna. Mismunurinn nemur tæpum 260 milljónum króna. „Kostnaðarmatið miðaðist við að það yrði hægt að nota miklu meira en reyndist vera nothæft þegar út í verkið var komið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um þennan mikla mismun.Eyþór Arnalds.„Skýringin er bara ein. Þetta var stjórnlaust í raun og veru. Það var gerð áætlun sem stóðst ekki," segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er margt sem er óvenjulegt. Allur kostnaður er mjög hár, bæði hönnunarkostnaður, lóðarkostnaður og fleira. Bara náðhúsið er á 46 milljónir," segir hann. Það er í rauninni fátt sem stendur eftir af gamla bragganum sem hefur verið endurbyggður en þar er nú rekinn matsölustaður. Í náðhúsinu verður fyrirlestrarsalur fyrir Háskólann í Reykjavík og frumkvöðlasetur verður í öðru húsi. Byggingarnar eru friðaðar í deiliskipulagi en ekki hjá Minjastofnun Íslands og tekur stofnunin því ekki þátt í kostnaði við endurbætur. Dagur telur að skoða beri hvort styrkir eigi að fylgja endurbótum á byggingum með sögulegt gildi.Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun.fbl/anton brink„Þannig að borgin og aðrir aðilar veigri sér ekki við því að halda til haga menningarsögunni," segir Dagur. Flokkur Fólksins lagði í dag fram tillögu um að Háskólinn í Reykjavík eða Minjastofnun greiði mismuninn. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um að haldið yrði í gömlu byggingarnar og vísar ábyrgð á bug. Þá segir í leigusamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur gert um húsnæðið að aukinn framkvæmdakostnaður sem komi til vegna minjaverndar leiði ekki til hækkunar á leigu. Voru mistök gerð við þessar framkvæmdir? „Það er kannski ekki hægt að slá því föstu en eftir stendur að verkið fór mjög mikið fram úr," segir Dagur. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. Bragginn og byggingarnar við hann voru reistar árið 1943 og voru á sínum tíma nýttar sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Gert var ráð fyrir 158 milljóna króna kostnaði við endurbætur á byggingunum en kostnaðurinn hljóðar í dag upp á 415 milljónir króna. Mismunurinn nemur tæpum 260 milljónum króna. „Kostnaðarmatið miðaðist við að það yrði hægt að nota miklu meira en reyndist vera nothæft þegar út í verkið var komið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um þennan mikla mismun.Eyþór Arnalds.„Skýringin er bara ein. Þetta var stjórnlaust í raun og veru. Það var gerð áætlun sem stóðst ekki," segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er margt sem er óvenjulegt. Allur kostnaður er mjög hár, bæði hönnunarkostnaður, lóðarkostnaður og fleira. Bara náðhúsið er á 46 milljónir," segir hann. Það er í rauninni fátt sem stendur eftir af gamla bragganum sem hefur verið endurbyggður en þar er nú rekinn matsölustaður. Í náðhúsinu verður fyrirlestrarsalur fyrir Háskólann í Reykjavík og frumkvöðlasetur verður í öðru húsi. Byggingarnar eru friðaðar í deiliskipulagi en ekki hjá Minjastofnun Íslands og tekur stofnunin því ekki þátt í kostnaði við endurbætur. Dagur telur að skoða beri hvort styrkir eigi að fylgja endurbótum á byggingum með sögulegt gildi.Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun.fbl/anton brink„Þannig að borgin og aðrir aðilar veigri sér ekki við því að halda til haga menningarsögunni," segir Dagur. Flokkur Fólksins lagði í dag fram tillögu um að Háskólinn í Reykjavík eða Minjastofnun greiði mismuninn. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um að haldið yrði í gömlu byggingarnar og vísar ábyrgð á bug. Þá segir í leigusamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur gert um húsnæðið að aukinn framkvæmdakostnaður sem komi til vegna minjaverndar leiði ekki til hækkunar á leigu. Voru mistök gerð við þessar framkvæmdir? „Það er kannski ekki hægt að slá því föstu en eftir stendur að verkið fór mjög mikið fram úr," segir Dagur.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47