Þolinmæðin mun á endanum bresta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. september 2018 11:00 Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, og Hannes, formaður KKÍ, á blaðamannafundi fyrir verkefni landsliðsins á dögunum. Fréttablaðið/anton brink Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. Hann segir að núverandi styrkir þess opinbera og fyrirtækja í landinu dugi ekki til þess að halda afreksstarfinu áfram í núverandi mynd og þá áréttar hann að skortur á æfingaaðstöðu standi sambandinu fyrir þrifum. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur svo gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll sem keppnishöll A-landsliðanna. „Við erum vissulega verulega ánægð með hvað afrekssjóðurinn hefur aukist mikið undanfarin ár. Það er hins vegar ekki nóg, en sá sjóður nægir til þess að standa undir rúmlega þriðjungi af þeim kostnaði sem afreksstarfið kostar í núverandi mynd. Mér finnst ekki hægt að skera niður á nokkurn hátt og krafan í körfuboltasamfélaginu er frekar að það þurfi að gefa í,“ sagði Hannes um landslagið í körfuboltanum. „Við erum með stöðuga og góða bakhjarla sem hafa reynst okkur tryggir í gegnum árin. Það gengur hins vegar illa að laða að nýja styrktaraðila á sama tíma og þess er krafist að fagmennskan og umgjörðin verði meiri í kringum landsliðin okkar. Við viljum taka skrefið lengra, en til þess að þarf meira fjármagn og ég biðla til velunnara körfuboltans að hafa það í huga,“ segir formaðurinn enn fremur um stöðu mála. „Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ segir hann um aðbúnað landsliðanna. „Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan,“ segir Hannes í ákalli sínu um að stjórnvöld vakni til lífsins.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira