Skuldir Gagnaveitunnar jukust um fjóra milljarða á síðasta ári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. september 2018 08:00 Aukin innviðauppbygging og örari vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir hjá Gagnaveitunni. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir allt benda til að niðurstaðan í árslok nú verði jákvæð. Fréttablaðið/GVA Skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, jukust um tæplega fjóra milljarða milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Fjárfest var fyrir ríflega 3,2 milljarða króna í fyrra eða hátt í sömu upphæð og kynnt var fyrir borgarstjórn í árslok 2016 að ætti að fjárfesta fyrir á fimm ára tímabili 2018-2022. Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erling Freyr Guðmundsson, segir að hina auknu skuldsetningu félagsins upp á 3.938 milljónir í fyrra megi rekja til aukinna fjárfestinga í innviðauppbyggingu höfuðborgarsvæðisins í verkefnum ársins 2017 og að hluta til 2018. Árið 2017 hafi verið stærsta framkvæmdaár GR þegar 11 þúsund heimili voru tengd við ljósleiðarann. Samhliða fjölgun viðskiptavina hafi tekjur aukist um 321 milljón á milli ára, úr 1,8 milljörðum í 2,1 milljarð. Heildarskuldir GR fóru á síðasta ári úr 7,6 milljörðum í 11,5 milljarða. Á síðasta ári var samkvæmt ársreikningi fjárfest fyrir rúmlega 3,2 milljarða en samkvæmt fjárfestingaráætlun OR sem lögð var fyrir borgarstjórn í nóvember 2016 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna gagnaveitu yrði alls 3,9 milljarðar króna á árunum 2018 til 2022. Í uppfærðu plani tæpu ári síðar, í október 2017, var sú áætlun komi í 7,4 milljarða. Aðspurður um þessa hækkun segir Erling að hin uppfærða áætlun hafi verið útkomuspá ársins 2017. „Tímabil hennar var því heilu ári lengri en hinnar. Síðari áætlunin var líka gerð með uppfærðum forsendum sem tóku tillit til örari vaxtar. Meðal þess sem breyttist var aukin eftirspurn á fyrirtækjamarkaði, fleiri nýbyggingar, vinsældir á Eitt gíg þjónustuleið ljósleiðarans til heimila og sum svæði reyndust dýrari en fyrirséð var til að ljúka ljósleiðaravæðingu höfuðborgarsvæðisins.“ Erling segir að miðað við stöðuna í dag bendi allt til að heildarniðurstaða 2018 verði jákvæð í árslok, þrátt fyrir allar þær fjárfestingar sem staðið hafi verið í og fara á í á árinu. Gagnaveita Reykjavíkur, sem stofnuð var árið 2007 hefur oftar verið rekin með tapi en ekki á þeim tíma, en tap félagsins nam tæplega hundrað milljónum í fyrra, samanborið við 172 milljónir árið áður.Uppfært klukkan 10:34 Í fréttinni var ranglega greint frá því að Gagnaveita Reykjavíkur hefði aldrei skilað hagnaði. Hefur það verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25 Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00 Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, jukust um tæplega fjóra milljarða milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Fjárfest var fyrir ríflega 3,2 milljarða króna í fyrra eða hátt í sömu upphæð og kynnt var fyrir borgarstjórn í árslok 2016 að ætti að fjárfesta fyrir á fimm ára tímabili 2018-2022. Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erling Freyr Guðmundsson, segir að hina auknu skuldsetningu félagsins upp á 3.938 milljónir í fyrra megi rekja til aukinna fjárfestinga í innviðauppbyggingu höfuðborgarsvæðisins í verkefnum ársins 2017 og að hluta til 2018. Árið 2017 hafi verið stærsta framkvæmdaár GR þegar 11 þúsund heimili voru tengd við ljósleiðarann. Samhliða fjölgun viðskiptavina hafi tekjur aukist um 321 milljón á milli ára, úr 1,8 milljörðum í 2,1 milljarð. Heildarskuldir GR fóru á síðasta ári úr 7,6 milljörðum í 11,5 milljarða. Á síðasta ári var samkvæmt ársreikningi fjárfest fyrir rúmlega 3,2 milljarða en samkvæmt fjárfestingaráætlun OR sem lögð var fyrir borgarstjórn í nóvember 2016 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna gagnaveitu yrði alls 3,9 milljarðar króna á árunum 2018 til 2022. Í uppfærðu plani tæpu ári síðar, í október 2017, var sú áætlun komi í 7,4 milljarða. Aðspurður um þessa hækkun segir Erling að hin uppfærða áætlun hafi verið útkomuspá ársins 2017. „Tímabil hennar var því heilu ári lengri en hinnar. Síðari áætlunin var líka gerð með uppfærðum forsendum sem tóku tillit til örari vaxtar. Meðal þess sem breyttist var aukin eftirspurn á fyrirtækjamarkaði, fleiri nýbyggingar, vinsældir á Eitt gíg þjónustuleið ljósleiðarans til heimila og sum svæði reyndust dýrari en fyrirséð var til að ljúka ljósleiðaravæðingu höfuðborgarsvæðisins.“ Erling segir að miðað við stöðuna í dag bendi allt til að heildarniðurstaða 2018 verði jákvæð í árslok, þrátt fyrir allar þær fjárfestingar sem staðið hafi verið í og fara á í á árinu. Gagnaveita Reykjavíkur, sem stofnuð var árið 2007 hefur oftar verið rekin með tapi en ekki á þeim tíma, en tap félagsins nam tæplega hundrað milljónum í fyrra, samanborið við 172 milljónir árið áður.Uppfært klukkan 10:34 Í fréttinni var ranglega greint frá því að Gagnaveita Reykjavíkur hefði aldrei skilað hagnaði. Hefur það verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25 Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00 Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25
Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00
Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16