Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 08:10 Stefan Löfven hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014. Vísir/EPA Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 204 þingmenn greiddu atkvæði gegn Löfven, en 142 með. Sænska þingið kom í fyrsta skipti saman í gær eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var þar kjörinn nýr forseti þingsins og tók hann þá ákvörðun að þingið skyldi greiða atkvæði um Löfven í dag. Löfven sagði eftir atkvæðagreiðsluna að segist stefna að því að taka aftur við embætti forsætisráðherra og segir góða möguleika á því. Hann bendir á að Jafnaðarmannaflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Löfven tók við embætti forsætisráðherra eftir kosningarnar 2014 þegar Jafnaðarmannaflokkur hans og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn. Norlén mun nú eiga samtöl við leiðtoga flokka á þingi og svo tilnefna forsætisráðherra sem hann hann telur líklegan til að geta myndað stjórn. Þingheimur mun svo greiða atkvæði um þann sem þingforsetinn tilnefnir. Náist ekki meirihluti mun þingforsetinn ræða við leiðtoga á ný og svo tilnefna annan. Takist forseta ekki í fjórum tilraunum að tilnefna forsætisráðherra sem meirihluti þings samþykkir skal boða til nýrra kosninga.Búist við að Kristersson verði tilnefndur Fastlega er búist við að Norlén muni tilnefna flokksbróður sinn, Ulf Kristersson, leiðtoga Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra. Bandalag borgaralegu flokkanna - Moderaterna, Miðflokksins, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra, náði 143 þingsætum í kosningunum en rauðgrænu flokkarnir 144. Svíþjóðardemókratar náðu svo 62 þingsætum. Snúin staða er því uppi í sænskum stjórnmálum og gæti reynst þrautin þyngri að setja saman stjórn. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Kristersson að þörf væri á nýrri ríkisstjórn sem myndi taka fast á þeim vandamálum sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Anders Ygeman, þingflokksformaður Jafnaðarmanna, benti á að Moderaterna væri einungis næststærsti flokkurinn á þingi og að rauðgrænu flokkarnir væru stærri en þeir borgaralegu. Vilji Kristersson viðhalda blokkapólitíkinni í landinu verði hann að leita á náðir Svíþjóðardemókrata, ætli hann sér að mynda stjórn. „Það er ekki hægt að hunsa Svíþjóðardemókrata en maður þarf ekki að verða háður þeim,“ sagði Ygeman.Krefjast áhrifa Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, ítrekaði kröfu sína að þar sem 1,1 milljón kjósenda kosið flokkinn þá eigi hann heimtingu á áhrifum. Flokkurinn muni heldur ekki verða einungis áhorfandi á kjörtímabilinu. Aðrir flokkar hafa allir neitað að þeir ætli sér að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en þeir reka harða stefnu í innflytjendamálum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Löfven að hann og ríkisstjórnin muni starfa áfram sem starfsstjórn þar til önnur stjórn hefur tekið við völdum. Hann stefni á að mynda nýja stjórn og segir nauðsynlegt að brjóta upp þá blokkapólitík sem hafi lengi einkennt sænsk stjórnmál.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45 Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. 24. september 2018 08:45
Örlög Löfven ráðast á morgun Sænska þingið mun greiða atkvæði um stöðu forsætisráðherrans á morgun. 24. september 2018 12:10