Maðurinn sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa kveikt í eyðibýli var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref.
Talið er að húsið hafi orðið alelda á stuttum tíma og brann það allt.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Skagafjarðar hafði eyðibýlið, Illugastaðir við Þverárfjall, verið í eyði í mörg ár en engu að síður var meira af eldsmat inni í húsinu en slökkviliðið gerði sér grein fyrir.
Talið er að húsið hafi orðið alelda á stuttum tíma og brann það allt.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Skagafjarðar hafði eyðibýlið, Illugastaðir við Þverárfjall, verið í eyði í mörg ár en engu að síður var meira af eldsmat inni í húsinu en slökkviliðið gerði sér grein fyrir.