Háum fjárhæðum stolið af eldra fólki um helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2018 18:30 Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Yfirlögregluþjónn segir líkindi með öllum málunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN númerin kortanna þegar þau voru notuð. „Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mál komu upp um helgina þar sem sérstaklega var herjað á eldra fólk og segir Skúli að þau beri öll að með svipuðum hætti. En greinilegt sé að fylgst sé með fólki meðan það verslar og þegar það notar sín greiðslukort.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Síðan fer ákveðið leikrit af stað þar sem fólkið er nálgast úti á bílastæði til dæmis og fólk spurt til vegar eða eitthvað svoleiðis og síðan uppgötvar fólk að veskið er bara horfið,“ segir Skúli. Skúli segir að í öllum málunum hafi þjófarnir verið ansi fljótir til að koma sér í hraðbanka til þess að taka út peninga. „Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ segir Skúli. Rannsókn málsins er í fullum gangi en Skúli bætir því við að málin um helgina eigi sér líkindi með öðrum málum sem komu upp fyrr í sumar. „Við erum með lýsingu frá þolendum í málunum og það ver verið að herja á okkur með skipulögðum hætti eins og í þessu og bendir allt til þess að um erlenda aðila sé að ræða sem eru að herja á okkur,“ segir Skúli. Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Yfirlögregluþjónn segir líkindi með öllum málunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN númerin kortanna þegar þau voru notuð. „Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mál komu upp um helgina þar sem sérstaklega var herjað á eldra fólk og segir Skúli að þau beri öll að með svipuðum hætti. En greinilegt sé að fylgst sé með fólki meðan það verslar og þegar það notar sín greiðslukort.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Síðan fer ákveðið leikrit af stað þar sem fólkið er nálgast úti á bílastæði til dæmis og fólk spurt til vegar eða eitthvað svoleiðis og síðan uppgötvar fólk að veskið er bara horfið,“ segir Skúli. Skúli segir að í öllum málunum hafi þjófarnir verið ansi fljótir til að koma sér í hraðbanka til þess að taka út peninga. „Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ segir Skúli. Rannsókn málsins er í fullum gangi en Skúli bætir því við að málin um helgina eigi sér líkindi með öðrum málum sem komu upp fyrr í sumar. „Við erum með lýsingu frá þolendum í málunum og það ver verið að herja á okkur með skipulögðum hætti eins og í þessu og bendir allt til þess að um erlenda aðila sé að ræða sem eru að herja á okkur,“ segir Skúli.
Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira