Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 11:31 Spacey hefur upp á síðkastið verið sakaður um kynferðislega árásargirni, m.a. af fyrrum samstarfsfólki í sjónvarpi og kvikmyndum. Getty/Daniel Zuchnik Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. Samkvæmt skýrslu sem tekin var af nuddaranum átti áreitnin sér stað á heimili Spacey. Þar hafi nuddaranum verið vísað til efri hæðar hússins þar sem hann setti upp bekk sinn og annan aðbúnað til þess að geta nuddað leikarann. Þá segir nuddarinn Spacey hafa gengið inn í herbergið á slopp einum klæða og læst herberginu. Þegar hann var spurður hvort hann glímdi við verki á einhverju ákveðnu svæði á Spacey að hafa sagst finna til í náranum. Nuddarinn hafi þá beðið Spacey að leggjast á magann en leikarinn lagðist þess í stað á bakið. Meðan á nuddinu stóð er Spacey gefið að sök að hafa dregið hendur nuddarans inn á klofsvæði sitt og að eistum sínum. Þá hafi nuddaranum brugðið og hann stokkið frá. Þegar maðurinn frábað sér hegðun leikarans á Spacey að hafa staðið upp kviknakinn og gengið í átt að honum. Því næst á Spacey að hafa hrósað manninum fyrir „falleg augu“ og reynt að kyssa hann. Þegar maðurinn hélt áfram að bakka frá Spacey á leikarinn að hafa gripið um kynfæri hans og beðið um að fá að veita honum munngælur. Þegar nuddarinn hafði tekið saman föggur sínar og hugðist forða sér frá heimili Spacey er leikaranum gefið að sök að hafa haldið áfram að káfa á honum og reynt að hindra útgöngu hans. Talsmaður Spacey vildi ekki tjá sig um málið þegar fjölmiðlar vestanhafs settu sig í samband við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin Spacey er sakaður um kynferðislega áreitni en í október á síðasta ári steig leikarinn Anthony Rapp fram og sakaði Spacey um að hafa reynt að hafa við sig samfarir árið 1986. Þá var Rapp aðeins 14 ára gamall en Spacey 26 ára. Síðan þá hafa ýmsir sem unnið hafa með Spacey í sjónvarpi og kvikmyndum stigið fram og sakað Spacey um kynferðislega áreitni eða misnotkun.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu segir að Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. 8. desember 2017 10:45
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00