„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. september 2018 20:00 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37