„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. september 2018 20:00 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent