Stöndum vörð um mannréttindi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. september 2018 07:00 Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar. Í skýrslu sem nú liggur fyrir ráðinu um ofsóknir stjórnvalda í Mjanmar gegn Róhingjum eru þannig færð rök fyrir því að þar hafi þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni verið framin. Í annarri skýrslu er hernaður stríðandi fylkinga í Jemen talinn jaðra við stríðsglæpi. Einkum eru mannskæðar loftárásir hernaðarbandalags Sádi-Araba gagnrýndar en þær hafa bitnað sérstaklega hart á almennum borgurum. Fundarlotan sem hefst í mannréttindaráðinu í Genf í dag er sú fyrsta sem fulltrúar okkar sækja síðan Ísland var kjörið til setu í ráðinu í sumar. Við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt en gerum okkur grein fyrir því að nú hefst verkefnið fyrir alvöru. Það er krefjandi og við viljum leysa það vel af hendi. Því legg ég áherslu á samráð innan stjórnarráðsins, viðeigandi stofnana og við Alþingi. Þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum erum við öll í sama liði. Auk málefna Róhingja og Jemen má vænta þess að ástandið í Sýrlandi, Líbíu, Sómalíu og fleiri ríkjum beri hátt í þessari fundarlotu, sem stendur í þrjár vikur. Þá má gera ráð fyrir umræðu um réttindi frumbyggja sem og réttindi aldraðra, um þvinguð mannshvörf, mansal og réttinn til þróunar, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er af nógu að taka hjá Michelle Bachelet, sem í dag flytur mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sína fyrstu yfirlitsskýrslu frá því að hún var skipuð mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í sumar. Í skýrslu sem nú liggur fyrir ráðinu um ofsóknir stjórnvalda í Mjanmar gegn Róhingjum eru þannig færð rök fyrir því að þar hafi þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni verið framin. Í annarri skýrslu er hernaður stríðandi fylkinga í Jemen talinn jaðra við stríðsglæpi. Einkum eru mannskæðar loftárásir hernaðarbandalags Sádi-Araba gagnrýndar en þær hafa bitnað sérstaklega hart á almennum borgurum. Fundarlotan sem hefst í mannréttindaráðinu í Genf í dag er sú fyrsta sem fulltrúar okkar sækja síðan Ísland var kjörið til setu í ráðinu í sumar. Við erum stolt af því trausti sem okkur er sýnt en gerum okkur grein fyrir því að nú hefst verkefnið fyrir alvöru. Það er krefjandi og við viljum leysa það vel af hendi. Því legg ég áherslu á samráð innan stjórnarráðsins, viðeigandi stofnana og við Alþingi. Þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum erum við öll í sama liði. Auk málefna Róhingja og Jemen má vænta þess að ástandið í Sýrlandi, Líbíu, Sómalíu og fleiri ríkjum beri hátt í þessari fundarlotu, sem stendur í þrjár vikur. Þá má gera ráð fyrir umræðu um réttindi frumbyggja sem og réttindi aldraðra, um þvinguð mannshvörf, mansal og réttinn til þróunar, svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun