Berst við kerfil með óblandaðri edikssýru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. september 2018 06:00 Byggðaráðið í Húnaþinga vestra tekur undir áskorun konu á Hvammstanga sem vill aðgerðir vegna útbreiðslu kerfils. „Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils. „Ekki geyma það að byrja heldur vaða í þetta strax,“ skrifar Sigurlaug sem leggur til að byrjað verði á því að klippa fræin af plöntunum núna í haust og farga þeim.Kerfill er harðsnúin planta.„Væri ekki hægt að biðja jarðeigendur að passa sínar jarðir og uppræta kerfil,“ skrifar Sigurlaug. „Og svo meðfram vegum þarf að forða fræinu í poka, fyrir vegagerðarslátt, sem verður í byrjun september,“ bætir hún við og kveður upplagt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í verkið. Sjálf segist Sigurlaug hafa tínt kerfilsfræ í átta stóra poka nú í ágúst og í sjö poka í ágúst árið 2016. „Er að passa Vesturhópið og víðar,“ útskýrir hún. Sigurlaug lætur sér ekki nægja að eyða fræjum í baráttu sinni við kerfilinn. Á ungar plöntur segist hún hafa notað óblandaða, 15 prósenta edikssýru og „spreyjað vel og drepið kerfið – en líka grasið, skítt með það,“ segir í áskoruninni. Ágætlega var tekið í erindi Sigurlaugar í byggðaráði sem kveður skógarkerfil nú að finna víðs vegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. „Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar,“ bókar byggðarráðið sem skorar á alla sem málið varði „að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu“. Í samtali við Fréttablaðið undirstrikar Sigurlaug að málið þoli ekki bið. „Mér finnst vera of mikið kæruleysi. Sumir spyrja hvort það sé ekki bara í lagi að taka þetta næsta sumar. Þetta er ekki þannig því það eru milljónir fræja sem sá sér í haust ef þau eru ekki tekin,“ segir Sigurlaug. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils. „Ekki geyma það að byrja heldur vaða í þetta strax,“ skrifar Sigurlaug sem leggur til að byrjað verði á því að klippa fræin af plöntunum núna í haust og farga þeim.Kerfill er harðsnúin planta.„Væri ekki hægt að biðja jarðeigendur að passa sínar jarðir og uppræta kerfil,“ skrifar Sigurlaug. „Og svo meðfram vegum þarf að forða fræinu í poka, fyrir vegagerðarslátt, sem verður í byrjun september,“ bætir hún við og kveður upplagt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í verkið. Sjálf segist Sigurlaug hafa tínt kerfilsfræ í átta stóra poka nú í ágúst og í sjö poka í ágúst árið 2016. „Er að passa Vesturhópið og víðar,“ útskýrir hún. Sigurlaug lætur sér ekki nægja að eyða fræjum í baráttu sinni við kerfilinn. Á ungar plöntur segist hún hafa notað óblandaða, 15 prósenta edikssýru og „spreyjað vel og drepið kerfið – en líka grasið, skítt með það,“ segir í áskoruninni. Ágætlega var tekið í erindi Sigurlaugar í byggðaráði sem kveður skógarkerfil nú að finna víðs vegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. „Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar,“ bókar byggðarráðið sem skorar á alla sem málið varði „að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu“. Í samtali við Fréttablaðið undirstrikar Sigurlaug að málið þoli ekki bið. „Mér finnst vera of mikið kæruleysi. Sumir spyrja hvort það sé ekki bara í lagi að taka þetta næsta sumar. Þetta er ekki þannig því það eru milljónir fræja sem sá sér í haust ef þau eru ekki tekin,“ segir Sigurlaug.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira