Berst við kerfil með óblandaðri edikssýru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. september 2018 06:00 Byggðaráðið í Húnaþinga vestra tekur undir áskorun konu á Hvammstanga sem vill aðgerðir vegna útbreiðslu kerfils. „Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils. „Ekki geyma það að byrja heldur vaða í þetta strax,“ skrifar Sigurlaug sem leggur til að byrjað verði á því að klippa fræin af plöntunum núna í haust og farga þeim.Kerfill er harðsnúin planta.„Væri ekki hægt að biðja jarðeigendur að passa sínar jarðir og uppræta kerfil,“ skrifar Sigurlaug. „Og svo meðfram vegum þarf að forða fræinu í poka, fyrir vegagerðarslátt, sem verður í byrjun september,“ bætir hún við og kveður upplagt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í verkið. Sjálf segist Sigurlaug hafa tínt kerfilsfræ í átta stóra poka nú í ágúst og í sjö poka í ágúst árið 2016. „Er að passa Vesturhópið og víðar,“ útskýrir hún. Sigurlaug lætur sér ekki nægja að eyða fræjum í baráttu sinni við kerfilinn. Á ungar plöntur segist hún hafa notað óblandaða, 15 prósenta edikssýru og „spreyjað vel og drepið kerfið – en líka grasið, skítt með það,“ segir í áskoruninni. Ágætlega var tekið í erindi Sigurlaugar í byggðaráði sem kveður skógarkerfil nú að finna víðs vegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. „Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar,“ bókar byggðarráðið sem skorar á alla sem málið varði „að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu“. Í samtali við Fréttablaðið undirstrikar Sigurlaug að málið þoli ekki bið. „Mér finnst vera of mikið kæruleysi. Sumir spyrja hvort það sé ekki bara í lagi að taka þetta næsta sumar. Þetta er ekki þannig því það eru milljónir fræja sem sá sér í haust ef þau eru ekki tekin,“ segir Sigurlaug. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
„Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils. „Ekki geyma það að byrja heldur vaða í þetta strax,“ skrifar Sigurlaug sem leggur til að byrjað verði á því að klippa fræin af plöntunum núna í haust og farga þeim.Kerfill er harðsnúin planta.„Væri ekki hægt að biðja jarðeigendur að passa sínar jarðir og uppræta kerfil,“ skrifar Sigurlaug. „Og svo meðfram vegum þarf að forða fræinu í poka, fyrir vegagerðarslátt, sem verður í byrjun september,“ bætir hún við og kveður upplagt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í verkið. Sjálf segist Sigurlaug hafa tínt kerfilsfræ í átta stóra poka nú í ágúst og í sjö poka í ágúst árið 2016. „Er að passa Vesturhópið og víðar,“ útskýrir hún. Sigurlaug lætur sér ekki nægja að eyða fræjum í baráttu sinni við kerfilinn. Á ungar plöntur segist hún hafa notað óblandaða, 15 prósenta edikssýru og „spreyjað vel og drepið kerfið – en líka grasið, skítt með það,“ segir í áskoruninni. Ágætlega var tekið í erindi Sigurlaugar í byggðaráði sem kveður skógarkerfil nú að finna víðs vegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. „Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar,“ bókar byggðarráðið sem skorar á alla sem málið varði „að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu“. Í samtali við Fréttablaðið undirstrikar Sigurlaug að málið þoli ekki bið. „Mér finnst vera of mikið kæruleysi. Sumir spyrja hvort það sé ekki bara í lagi að taka þetta næsta sumar. Þetta er ekki þannig því það eru milljónir fræja sem sá sér í haust ef þau eru ekki tekin,“ segir Sigurlaug.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira