Þörf fyrir þrjár Blönduvirkjanir til ársins 2050 Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 07:00 Samkvæmt spá orkustofnunar mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050 Vísir/Anton Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Á næstu þremur áratugum þarf íslenskt samfélag að byggja sem samsvarar þremur nýjum Blönduvirkjunum til að anna eftirspurn eftir raforku. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar sem gildir til ársins 2050. Í skýrslu Orkustofnunar, sem unnin er á vegum orkuspárnefndar, er fjallað um raforkunotkun til ársins 2050 og spá frá árinu 2015 endurreiknuð út frá nýju gögnum og breyttum forsendum. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8 prósent næstu tvö árin og um 80 prósent til loka spátímans sem er 2050. Árleg aukning notkunar er því um 1,8 prósent að meðaltali á ári hverju. Í heildina eykst því notkunin um rúmlega 2.800 gígavattstundir í orku og um 464 megavött í afli. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun um 670 megavött. Blönduvirkjun er um 150 megavött og því þarf að byggja um þrjár slíkar virkjanir á næstu 33 árum. Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur hjá Orkustofnun, segir þessa spá ekki gera ráð fyrir að neinir stórir og orkufrekir aðilar komi inn á markað. Aðeins að haldið verði í við aukna raforkunotkun landsmanna. „Hér erum við aðeins að skoða hvernig raforkukerfið muni líta út á spátímanum miðað við þann iðnað sem fyrir er. Hér gerum við ekki ráð fyrir því að nýir aðilar komi inn með orkufrekan iðnað en það mun þá breyta myndinni talsvert,“ segir Sigurður. Í spánni er einnig gert ráð fyrir aukningu í flutningi raforku til gagnavera og tekið tillit til að orkuskipti í samgöngum hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð var fyrir þremur árum. Á næsta aldarfjórðungi munu stjórnvöld þurfa að svara þeirri spurningu hvers konar virkjanir verði reistar. Ein hugmyndin er Búrfellslundurinn svokallaði. Ofan Búrfells áformar Landsvirkjun stærðarinnar hóp vindrafstöðva. Uppsett afl þeirra er um 200 megavött og gætu þær því séð þjóðinni fyrir tæpum helmingi þessa afls sem upp á vantar til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira