Samtal um kynferðisofbeldi Bjarni Karlsson skrifar 11. september 2018 07:00 Ég vil þakka tvær svargreinar sem komið hafa við skrifum mínum um nauðgunarmenningu. Þóra Kristín Þórsdóttir skrifaði fyrir hönd Kvennahreyfingarinnar og svo einnig Guðrún Ebba Ólafsdóttir ásamt Kristínu I. Pálsdóttur. Það er ekki vanþörf á samtali. Í báðum greinum er lýst þeirri hugsun að e.t.v. séu skrif mín sett fram kynbræðrum og stéttarbræðrum mínum til varnar. Það skil ég vel þar sem ég er, jú, miðaldra karlprestur og DV hefur nýlega verið með stóran greinaflokk undir heitinu Syndir kirkjunnar. Eins er rétt að taka fram, svo alls gagnsæis sé gætt, að einn þeirra sem til umfjöllunar hafa verið hjá DV, Helgi Hróbjartsson, var móðurbróðir minn. Mér er því vandi á höndum að fjalla um þessi mál. Í báðum greinum er mér borið á brýn að ég telji ljótt af DV að fara í skammarherferð gegn nafngreindum gerendum í kynferðisbrotamálum. Ég er að segja annað. Ég efast um gagnið af aðferð DV vegna þess að hún gengur að mínum dómi ekki nógu langt. Ég tel einmitt að það eigi að gera það sem DV er að gera; nafngreina opinberlega og afhjúpa gerendur á forsendum þolenda með hagsmuni þolendanna fyrir augum. En það þarf meira. Ég hef lært það sem manneskja og líka í samtölum við þolendur og gerendur ofbeldis sem prestur í áraraðir að kjarni og inntak ofbeldis er skömm sem er lifuð sem sterk líkamleg tilfinning. Og með því að lýsa ofbeldisverknuðum með þeim orðum að þar sé skömm færð úr einum líkama yfir í annan kemst maður betur í tengsl við veruleika ofbeldisins í eigin lífi og verður færari um að horfa á það og viðurkenna það sem þolandi eða gerandi eða ástvinur. Þess vegna nota ég þetta orðalag. Önnur leið til að lýsa ofbeldi er sú að tala um það sem stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er nefnilega ekki bara stjórnleysi heldur skipulagt stjórnleysi. Við huggum okkur gjarnan með því að útmála gerendur sem brjálað fólk og hyllumst til að skilgreina þá sem framandi fyrirbæri. Það hjálpar ekki. Ofbeldi er aðferð í samskiptum sem virkar og er þ.a.l. útbreidd. Gerendur í ofbeldismálum vita almennt hvað þeir eru að gera. Þess vegna þarf að skila skömminni. Ég bendi hins vegar á að það dugar ekki að skila skömminni og láta þar við sitja. Við verðum að finna leiðir til þess að auka kynferðisöryggi í samfélaginu og fækka kynferðisglæpum því kynferðisofbeldi er eins og kjarnorkusprengja; geislunaráhrifin eru endalaus. Hvernig fækkum við afbrotum? Ekki með því að sýna ofbeldinu skilning heldur með því að skilja hvernig það virkar og finna leiðir til að halda gerendum ábyrgum. Ég vil meina að hugmyndin um að refsa gerendum í kynferðisglæpamálum með opinberri og endanlegri útilokun sé vond vegna þess að hún viðheldur hinni langþróuðu skammarmenningu sem fóðrar ofbeldið. Aðferð unga snapparans sem „afgreiddi perrann“ á bílastæðinu um daginn og farið hefur sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana er öfgafull afurð þess hugarfars. Ég er sammála Þóru Kristínu þegar hún vill að við krefjumst „þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins [þurfi] að skylda þá til þess“. Þetta er nákvæmlega það sem iðrun, yfirbót og hugsanleg fyrirgefning er um. Ofbeldið sjálft verður aldrei fyrirgefið eða réttlætt. Gerendur þurfa leiðbeiningu við að sýna viðeigandi iðrun og yfirbót og þeir verða jafnframt að vita að samfélagið muni ekki refsa þeim með eilífri útilokun heldur fái þeir viðeigandi rými þegar þar að kemur eftir eðli máls. Ef sá dagur síðan kemur í lífi þolanda að persóna gerandans og ofbeldisatburðurinn hefur ekki lengur vald á lífi hans, m.a. vegna þess að vel og faglega var á málum tekið, þá getur verið að hann segi að hann hafi fundið frið gagnvart málinu eða að hann sé búinn að fyrirgefa ofbeldismanni sínum. En oftast segir fólk einfaldlega „ég er bara ekkert að hugsa um þetta lengur“. Fyrirgefning er alltaf á forsendum og valdi þolandans. Og já, Guðrún Ebba og Kristín, sumum getur Guð einn fyrirgefið. Framganga DV er í mínum huga mælir á getuleysi samfélagsins þar sem ofbeldismál hafa fengið slæma afgreiðslu og stofnanir eins og þjóðkirkjan oft verið svifaseinar og í vörn þannig að þolendur, gerendur og ástvinir hafa lifað mikla berskjöldun. Þess vegna hringsóla persónur og leikendur á sviði þjáningarinnar og sögurnar eru bara sagðar upp aftur og aftur án þess að fullnægjandi úrvinnsla eigi sér stað. Það er ljótt og því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka tvær svargreinar sem komið hafa við skrifum mínum um nauðgunarmenningu. Þóra Kristín Þórsdóttir skrifaði fyrir hönd Kvennahreyfingarinnar og svo einnig Guðrún Ebba Ólafsdóttir ásamt Kristínu I. Pálsdóttur. Það er ekki vanþörf á samtali. Í báðum greinum er lýst þeirri hugsun að e.t.v. séu skrif mín sett fram kynbræðrum og stéttarbræðrum mínum til varnar. Það skil ég vel þar sem ég er, jú, miðaldra karlprestur og DV hefur nýlega verið með stóran greinaflokk undir heitinu Syndir kirkjunnar. Eins er rétt að taka fram, svo alls gagnsæis sé gætt, að einn þeirra sem til umfjöllunar hafa verið hjá DV, Helgi Hróbjartsson, var móðurbróðir minn. Mér er því vandi á höndum að fjalla um þessi mál. Í báðum greinum er mér borið á brýn að ég telji ljótt af DV að fara í skammarherferð gegn nafngreindum gerendum í kynferðisbrotamálum. Ég er að segja annað. Ég efast um gagnið af aðferð DV vegna þess að hún gengur að mínum dómi ekki nógu langt. Ég tel einmitt að það eigi að gera það sem DV er að gera; nafngreina opinberlega og afhjúpa gerendur á forsendum þolenda með hagsmuni þolendanna fyrir augum. En það þarf meira. Ég hef lært það sem manneskja og líka í samtölum við þolendur og gerendur ofbeldis sem prestur í áraraðir að kjarni og inntak ofbeldis er skömm sem er lifuð sem sterk líkamleg tilfinning. Og með því að lýsa ofbeldisverknuðum með þeim orðum að þar sé skömm færð úr einum líkama yfir í annan kemst maður betur í tengsl við veruleika ofbeldisins í eigin lífi og verður færari um að horfa á það og viðurkenna það sem þolandi eða gerandi eða ástvinur. Þess vegna nota ég þetta orðalag. Önnur leið til að lýsa ofbeldi er sú að tala um það sem stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er nefnilega ekki bara stjórnleysi heldur skipulagt stjórnleysi. Við huggum okkur gjarnan með því að útmála gerendur sem brjálað fólk og hyllumst til að skilgreina þá sem framandi fyrirbæri. Það hjálpar ekki. Ofbeldi er aðferð í samskiptum sem virkar og er þ.a.l. útbreidd. Gerendur í ofbeldismálum vita almennt hvað þeir eru að gera. Þess vegna þarf að skila skömminni. Ég bendi hins vegar á að það dugar ekki að skila skömminni og láta þar við sitja. Við verðum að finna leiðir til þess að auka kynferðisöryggi í samfélaginu og fækka kynferðisglæpum því kynferðisofbeldi er eins og kjarnorkusprengja; geislunaráhrifin eru endalaus. Hvernig fækkum við afbrotum? Ekki með því að sýna ofbeldinu skilning heldur með því að skilja hvernig það virkar og finna leiðir til að halda gerendum ábyrgum. Ég vil meina að hugmyndin um að refsa gerendum í kynferðisglæpamálum með opinberri og endanlegri útilokun sé vond vegna þess að hún viðheldur hinni langþróuðu skammarmenningu sem fóðrar ofbeldið. Aðferð unga snapparans sem „afgreiddi perrann“ á bílastæðinu um daginn og farið hefur sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana er öfgafull afurð þess hugarfars. Ég er sammála Þóru Kristínu þegar hún vill að við krefjumst „þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins [þurfi] að skylda þá til þess“. Þetta er nákvæmlega það sem iðrun, yfirbót og hugsanleg fyrirgefning er um. Ofbeldið sjálft verður aldrei fyrirgefið eða réttlætt. Gerendur þurfa leiðbeiningu við að sýna viðeigandi iðrun og yfirbót og þeir verða jafnframt að vita að samfélagið muni ekki refsa þeim með eilífri útilokun heldur fái þeir viðeigandi rými þegar þar að kemur eftir eðli máls. Ef sá dagur síðan kemur í lífi þolanda að persóna gerandans og ofbeldisatburðurinn hefur ekki lengur vald á lífi hans, m.a. vegna þess að vel og faglega var á málum tekið, þá getur verið að hann segi að hann hafi fundið frið gagnvart málinu eða að hann sé búinn að fyrirgefa ofbeldismanni sínum. En oftast segir fólk einfaldlega „ég er bara ekkert að hugsa um þetta lengur“. Fyrirgefning er alltaf á forsendum og valdi þolandans. Og já, Guðrún Ebba og Kristín, sumum getur Guð einn fyrirgefið. Framganga DV er í mínum huga mælir á getuleysi samfélagsins þar sem ofbeldismál hafa fengið slæma afgreiðslu og stofnanir eins og þjóðkirkjan oft verið svifaseinar og í vörn þannig að þolendur, gerendur og ástvinir hafa lifað mikla berskjöldun. Þess vegna hringsóla persónur og leikendur á sviði þjáningarinnar og sögurnar eru bara sagðar upp aftur og aftur án þess að fullnægjandi úrvinnsla eigi sér stað. Það er ljótt og því þarf að breyta.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun