Samtal um kynferðisofbeldi Bjarni Karlsson skrifar 11. september 2018 07:00 Ég vil þakka tvær svargreinar sem komið hafa við skrifum mínum um nauðgunarmenningu. Þóra Kristín Þórsdóttir skrifaði fyrir hönd Kvennahreyfingarinnar og svo einnig Guðrún Ebba Ólafsdóttir ásamt Kristínu I. Pálsdóttur. Það er ekki vanþörf á samtali. Í báðum greinum er lýst þeirri hugsun að e.t.v. séu skrif mín sett fram kynbræðrum og stéttarbræðrum mínum til varnar. Það skil ég vel þar sem ég er, jú, miðaldra karlprestur og DV hefur nýlega verið með stóran greinaflokk undir heitinu Syndir kirkjunnar. Eins er rétt að taka fram, svo alls gagnsæis sé gætt, að einn þeirra sem til umfjöllunar hafa verið hjá DV, Helgi Hróbjartsson, var móðurbróðir minn. Mér er því vandi á höndum að fjalla um þessi mál. Í báðum greinum er mér borið á brýn að ég telji ljótt af DV að fara í skammarherferð gegn nafngreindum gerendum í kynferðisbrotamálum. Ég er að segja annað. Ég efast um gagnið af aðferð DV vegna þess að hún gengur að mínum dómi ekki nógu langt. Ég tel einmitt að það eigi að gera það sem DV er að gera; nafngreina opinberlega og afhjúpa gerendur á forsendum þolenda með hagsmuni þolendanna fyrir augum. En það þarf meira. Ég hef lært það sem manneskja og líka í samtölum við þolendur og gerendur ofbeldis sem prestur í áraraðir að kjarni og inntak ofbeldis er skömm sem er lifuð sem sterk líkamleg tilfinning. Og með því að lýsa ofbeldisverknuðum með þeim orðum að þar sé skömm færð úr einum líkama yfir í annan kemst maður betur í tengsl við veruleika ofbeldisins í eigin lífi og verður færari um að horfa á það og viðurkenna það sem þolandi eða gerandi eða ástvinur. Þess vegna nota ég þetta orðalag. Önnur leið til að lýsa ofbeldi er sú að tala um það sem stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er nefnilega ekki bara stjórnleysi heldur skipulagt stjórnleysi. Við huggum okkur gjarnan með því að útmála gerendur sem brjálað fólk og hyllumst til að skilgreina þá sem framandi fyrirbæri. Það hjálpar ekki. Ofbeldi er aðferð í samskiptum sem virkar og er þ.a.l. útbreidd. Gerendur í ofbeldismálum vita almennt hvað þeir eru að gera. Þess vegna þarf að skila skömminni. Ég bendi hins vegar á að það dugar ekki að skila skömminni og láta þar við sitja. Við verðum að finna leiðir til þess að auka kynferðisöryggi í samfélaginu og fækka kynferðisglæpum því kynferðisofbeldi er eins og kjarnorkusprengja; geislunaráhrifin eru endalaus. Hvernig fækkum við afbrotum? Ekki með því að sýna ofbeldinu skilning heldur með því að skilja hvernig það virkar og finna leiðir til að halda gerendum ábyrgum. Ég vil meina að hugmyndin um að refsa gerendum í kynferðisglæpamálum með opinberri og endanlegri útilokun sé vond vegna þess að hún viðheldur hinni langþróuðu skammarmenningu sem fóðrar ofbeldið. Aðferð unga snapparans sem „afgreiddi perrann“ á bílastæðinu um daginn og farið hefur sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana er öfgafull afurð þess hugarfars. Ég er sammála Þóru Kristínu þegar hún vill að við krefjumst „þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins [þurfi] að skylda þá til þess“. Þetta er nákvæmlega það sem iðrun, yfirbót og hugsanleg fyrirgefning er um. Ofbeldið sjálft verður aldrei fyrirgefið eða réttlætt. Gerendur þurfa leiðbeiningu við að sýna viðeigandi iðrun og yfirbót og þeir verða jafnframt að vita að samfélagið muni ekki refsa þeim með eilífri útilokun heldur fái þeir viðeigandi rými þegar þar að kemur eftir eðli máls. Ef sá dagur síðan kemur í lífi þolanda að persóna gerandans og ofbeldisatburðurinn hefur ekki lengur vald á lífi hans, m.a. vegna þess að vel og faglega var á málum tekið, þá getur verið að hann segi að hann hafi fundið frið gagnvart málinu eða að hann sé búinn að fyrirgefa ofbeldismanni sínum. En oftast segir fólk einfaldlega „ég er bara ekkert að hugsa um þetta lengur“. Fyrirgefning er alltaf á forsendum og valdi þolandans. Og já, Guðrún Ebba og Kristín, sumum getur Guð einn fyrirgefið. Framganga DV er í mínum huga mælir á getuleysi samfélagsins þar sem ofbeldismál hafa fengið slæma afgreiðslu og stofnanir eins og þjóðkirkjan oft verið svifaseinar og í vörn þannig að þolendur, gerendur og ástvinir hafa lifað mikla berskjöldun. Þess vegna hringsóla persónur og leikendur á sviði þjáningarinnar og sögurnar eru bara sagðar upp aftur og aftur án þess að fullnægjandi úrvinnsla eigi sér stað. Það er ljótt og því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil þakka tvær svargreinar sem komið hafa við skrifum mínum um nauðgunarmenningu. Þóra Kristín Þórsdóttir skrifaði fyrir hönd Kvennahreyfingarinnar og svo einnig Guðrún Ebba Ólafsdóttir ásamt Kristínu I. Pálsdóttur. Það er ekki vanþörf á samtali. Í báðum greinum er lýst þeirri hugsun að e.t.v. séu skrif mín sett fram kynbræðrum og stéttarbræðrum mínum til varnar. Það skil ég vel þar sem ég er, jú, miðaldra karlprestur og DV hefur nýlega verið með stóran greinaflokk undir heitinu Syndir kirkjunnar. Eins er rétt að taka fram, svo alls gagnsæis sé gætt, að einn þeirra sem til umfjöllunar hafa verið hjá DV, Helgi Hróbjartsson, var móðurbróðir minn. Mér er því vandi á höndum að fjalla um þessi mál. Í báðum greinum er mér borið á brýn að ég telji ljótt af DV að fara í skammarherferð gegn nafngreindum gerendum í kynferðisbrotamálum. Ég er að segja annað. Ég efast um gagnið af aðferð DV vegna þess að hún gengur að mínum dómi ekki nógu langt. Ég tel einmitt að það eigi að gera það sem DV er að gera; nafngreina opinberlega og afhjúpa gerendur á forsendum þolenda með hagsmuni þolendanna fyrir augum. En það þarf meira. Ég hef lært það sem manneskja og líka í samtölum við þolendur og gerendur ofbeldis sem prestur í áraraðir að kjarni og inntak ofbeldis er skömm sem er lifuð sem sterk líkamleg tilfinning. Og með því að lýsa ofbeldisverknuðum með þeim orðum að þar sé skömm færð úr einum líkama yfir í annan kemst maður betur í tengsl við veruleika ofbeldisins í eigin lífi og verður færari um að horfa á það og viðurkenna það sem þolandi eða gerandi eða ástvinur. Þess vegna nota ég þetta orðalag. Önnur leið til að lýsa ofbeldi er sú að tala um það sem stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er nefnilega ekki bara stjórnleysi heldur skipulagt stjórnleysi. Við huggum okkur gjarnan með því að útmála gerendur sem brjálað fólk og hyllumst til að skilgreina þá sem framandi fyrirbæri. Það hjálpar ekki. Ofbeldi er aðferð í samskiptum sem virkar og er þ.a.l. útbreidd. Gerendur í ofbeldismálum vita almennt hvað þeir eru að gera. Þess vegna þarf að skila skömminni. Ég bendi hins vegar á að það dugar ekki að skila skömminni og láta þar við sitja. Við verðum að finna leiðir til þess að auka kynferðisöryggi í samfélaginu og fækka kynferðisglæpum því kynferðisofbeldi er eins og kjarnorkusprengja; geislunaráhrifin eru endalaus. Hvernig fækkum við afbrotum? Ekki með því að sýna ofbeldinu skilning heldur með því að skilja hvernig það virkar og finna leiðir til að halda gerendum ábyrgum. Ég vil meina að hugmyndin um að refsa gerendum í kynferðisglæpamálum með opinberri og endanlegri útilokun sé vond vegna þess að hún viðheldur hinni langþróuðu skammarmenningu sem fóðrar ofbeldið. Aðferð unga snapparans sem „afgreiddi perrann“ á bílastæðinu um daginn og farið hefur sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana er öfgafull afurð þess hugarfars. Ég er sammála Þóru Kristínu þegar hún vill að við krefjumst „þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins [þurfi] að skylda þá til þess“. Þetta er nákvæmlega það sem iðrun, yfirbót og hugsanleg fyrirgefning er um. Ofbeldið sjálft verður aldrei fyrirgefið eða réttlætt. Gerendur þurfa leiðbeiningu við að sýna viðeigandi iðrun og yfirbót og þeir verða jafnframt að vita að samfélagið muni ekki refsa þeim með eilífri útilokun heldur fái þeir viðeigandi rými þegar þar að kemur eftir eðli máls. Ef sá dagur síðan kemur í lífi þolanda að persóna gerandans og ofbeldisatburðurinn hefur ekki lengur vald á lífi hans, m.a. vegna þess að vel og faglega var á málum tekið, þá getur verið að hann segi að hann hafi fundið frið gagnvart málinu eða að hann sé búinn að fyrirgefa ofbeldismanni sínum. En oftast segir fólk einfaldlega „ég er bara ekkert að hugsa um þetta lengur“. Fyrirgefning er alltaf á forsendum og valdi þolandans. Og já, Guðrún Ebba og Kristín, sumum getur Guð einn fyrirgefið. Framganga DV er í mínum huga mælir á getuleysi samfélagsins þar sem ofbeldismál hafa fengið slæma afgreiðslu og stofnanir eins og þjóðkirkjan oft verið svifaseinar og í vörn þannig að þolendur, gerendur og ástvinir hafa lifað mikla berskjöldun. Þess vegna hringsóla persónur og leikendur á sviði þjáningarinnar og sögurnar eru bara sagðar upp aftur og aftur án þess að fullnægjandi úrvinnsla eigi sér stað. Það er ljótt og því þarf að breyta.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun