Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2018 23:15 Hér má sjá Flórens, lengst til vinstri, en á eftir henni koma Ísak og Helena. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera „skrímsli“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Flórens gangi á land seint á fimmtudaginn en fellibylurinn hefur safnað krafti á leið sinni yfir Atlantshafið. Alls er búið að fyrirskipa 1,4 milljónum íbúa í Virginíu og Norður- og Suður-Karólínu að yfirgefa heimili sín. Búist er við að Flórens fylgi gífurlegt úrhelli auk þess sem óttast er að sjór muni flæða upp á land en auk ríkjanna þriggja sem minnst var á hér fyrir ofan hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Maryland og Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.Hér má sjá kort af áætlaðri slóð fellibylsins „Þessi stormur er skrímsli,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu á blaðamannafundi í dag er hann hvatti þá sem búa við ströndina að flýja fellibylinn áður en hann næði landi. „Þetta er mjög hættulegur, lífshættulegur og sögulegur fellibylur“. Flórens telst nú vera fellibylur að styrkleika fjögur, en mest geta fellibylir náð styrkleika fimm. Vonir eru þó bundnar við að að fellibylurinn muni veikjast áður en hann nær landi. Þó er gert ráð fyrir að vindstyrkur geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Hefur Trump heitið því að engu verðu til sparað til þess að bregðast við fellibylnum sem Trump sagði að væri bæði „ótrúlega stór og ótrúlega blautur.“The safety of American people is my absolute highest priority. Heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! https://t.co/YP7ssITwW9pic.twitter.com/LZIUCgdPTH — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera „skrímsli“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Flórens gangi á land seint á fimmtudaginn en fellibylurinn hefur safnað krafti á leið sinni yfir Atlantshafið. Alls er búið að fyrirskipa 1,4 milljónum íbúa í Virginíu og Norður- og Suður-Karólínu að yfirgefa heimili sín. Búist er við að Flórens fylgi gífurlegt úrhelli auk þess sem óttast er að sjór muni flæða upp á land en auk ríkjanna þriggja sem minnst var á hér fyrir ofan hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Maryland og Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.Hér má sjá kort af áætlaðri slóð fellibylsins „Þessi stormur er skrímsli,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu á blaðamannafundi í dag er hann hvatti þá sem búa við ströndina að flýja fellibylinn áður en hann næði landi. „Þetta er mjög hættulegur, lífshættulegur og sögulegur fellibylur“. Flórens telst nú vera fellibylur að styrkleika fjögur, en mest geta fellibylir náð styrkleika fimm. Vonir eru þó bundnar við að að fellibylurinn muni veikjast áður en hann nær landi. Þó er gert ráð fyrir að vindstyrkur geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Hefur Trump heitið því að engu verðu til sparað til þess að bregðast við fellibylnum sem Trump sagði að væri bæði „ótrúlega stór og ótrúlega blautur.“The safety of American people is my absolute highest priority. Heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! https://t.co/YP7ssITwW9pic.twitter.com/LZIUCgdPTH — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira