„Rétti tíminn til að breyta til“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 11:15 Álfrún Pálsdóttir hefur verið ritstjóri Glamour í fjögur ár. Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira