„Rétti tíminn til að breyta til“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 11:15 Álfrún Pálsdóttir hefur verið ritstjóri Glamour í fjögur ár. Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið