Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2018 12:00 Karlmaður hefur verið ákærður í tengslum við líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum haustið 2016. Vísir/Óskar P. Friðriksson Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling. Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 24 ára karlmaður er ákærður fyrir árásina en honum er meðal annars gefið að sök að hafa beitt konuna miklu ofbeldi og skilið hana eftir nakta og stórslasaða úti á götu. Málið vakti mikla athygli haustið 2016 þegar það kom upp. Konan fannst nakin og afmynduð í andliti af áverkum. Gat hún ekki opnað augun vegna sára sinna. Í umfjöllun Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að maðurinn væri grunaður um nauðgun. Hann er ekki ákærður fyrir kynferðisbrot. Manninum er gefið að sök að hafa fyrst slegið konuna í andlitið fyrir utan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar, á öðrum stað í Vestmannaeyjum, er hann sagður hafa veist aftur að konunni „með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk og klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem nú lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni.“ Áverkar á konunni voru miklir, eins og segir í ákærunni. Konan „hlaut brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roða og skrapsár yfir brjóthrygg, roða og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkælingu.“ Brot mannsins varða bæði 1. málsgrein 217. greinar almennra hegningarlaga, sem fjalla um vægari líkamsárásir, 209. grein sem snýr að blygðunarsemi, 2. málsgrein 218. greinar sem snýr að stórfelldum líkamsárásum og 1. málsgrein 220. greinar sem snýr að því að yfirgefa bjargarlausan einstakling.
Lögreglumál Tengdar fréttir Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni Í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. september 2016 13:19
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00