Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Snærós Sindradóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Konan sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum á laugardag er í áfalli eftir árásina og á erfitt með að tjá sig við sína nánustu um atburði kvöldsins. Konan útskrifaði sjálfa sig af Landspítalanum gegn læknisráði vegna of mikils áreitis á spítalanum, að sögn fjölskyldumeðlims. Áreitið fólst fyrst og fremst í miklum umgangi á spítalanum. Sá grunaði, sem er í haldi lögreglu, er með áverka á ristum sem benda til þess að hann hafi sparkað í konuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á konan mjög erfitt með sjón vegna mikilla áverka í andliti og höfuðkúpubrots. Þegar konan fannst var hún nakin, afmynduð í andliti af áverkum og með blóðuga áverka við kynfæri. Hún hefur ekki farið í sakbendingu en mun líklega ræða við lögreglu í dag og staðfesta hvort hinn grunaði sé árásarmaðurinn. Aðstandendur konunnar segja hana marða um allan líkamann vegna ofbeldisins. Einnig beri hún sár vegna þess að fötin hafi bókstaflega verið rifin utan af henni. Maðurinn og konan þekktust ekki.Hæstiréttur sneri í gær úrskurði Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi hinn grunaða í gæsluvarðhald til laugardags. Hann er fæddur 1993 og á sambýliskonu og ungt barn. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Lundann aðfaranótt laugardags. Starfsmenn Lundans hringdu á lögreglu um tuttugu mínútur í fimm um nóttina og tilkynntu um átök fólksins fyrir utan skemmtistaðinn. Lögregla sinnti tilkynningunni ekki. Í samtali við Fréttablaðið staðfesta starfsmenn skemmtistaðarins að hringt hafi verið á lögregluna og fólkið beðið að hypja sig frá staðnum vegna stympinga. Rúmlega klukkutíma langt myndband er til af samskiptum fólksins að hluta. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að nágranna skemmtistaðarins hafi verið litið út um glugga heimilis síns um fimm leytið um nóttina vegna þess að hann heyrði læti og öskur úti. Sá hann þá konuna liggja nakta á götunni og að maður hafi verið að ganga í burtu frá konunni. Sá hafi verið pollrólegur og reykjandi, unglegur og sjálfsöruggur í göngulagi. Nágranninn hringdi á neyðarlínuna, safnaði saman fötum konunnar og hlúði að henni þar til lögreglu bar að garði. Hann segir konuna hafa átt í miklum erfiðleikum með að greina frá því sem gerðist og hún hafi engu svarað þegar lögreglu bar að garði. Í úrskurðinum segir að ekki hafi verið hægt að taka skýrslu af konunni vegna ástands hennar. Við myndatöku af áverkunum hafi hún þó sagt: „Hann vildi mig.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er tekið fram að það orðalag bendi til þess að um kynferðisbrot hafi verið að ræða. Uppfært: Starfsmaður Lundans í Vestmannaeyjum hafði samband við blaðamann vegna fréttarinnar og vill koma því á framfæri að þó stympingar fólksins og önnur samskipti hafi hafist við skemmtistaðinn hafi konan fundist nokkrum götum frá og svo virðist sem árásin hafi ekki átt sér stað í nánasta umhverfi staðarins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Líkamsárásin í Eyjum: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Grunaður um stórfellda líkamsárás og nauðgun. 21. september 2016 13:09 Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00 Afmynduð í andliti og blóðug á kynfærum Aðkoman var skelfileg og konan óþekkjanleg segir maður sem kom að naktri konu í Vestmannaeyjum snemma á laugardagsmorgun. 21. september 2016 14:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Konan sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum á laugardag er í áfalli eftir árásina og á erfitt með að tjá sig við sína nánustu um atburði kvöldsins. Konan útskrifaði sjálfa sig af Landspítalanum gegn læknisráði vegna of mikils áreitis á spítalanum, að sögn fjölskyldumeðlims. Áreitið fólst fyrst og fremst í miklum umgangi á spítalanum. Sá grunaði, sem er í haldi lögreglu, er með áverka á ristum sem benda til þess að hann hafi sparkað í konuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á konan mjög erfitt með sjón vegna mikilla áverka í andliti og höfuðkúpubrots. Þegar konan fannst var hún nakin, afmynduð í andliti af áverkum og með blóðuga áverka við kynfæri. Hún hefur ekki farið í sakbendingu en mun líklega ræða við lögreglu í dag og staðfesta hvort hinn grunaði sé árásarmaðurinn. Aðstandendur konunnar segja hana marða um allan líkamann vegna ofbeldisins. Einnig beri hún sár vegna þess að fötin hafi bókstaflega verið rifin utan af henni. Maðurinn og konan þekktust ekki.Hæstiréttur sneri í gær úrskurði Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi hinn grunaða í gæsluvarðhald til laugardags. Hann er fæddur 1993 og á sambýliskonu og ungt barn. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Lundann aðfaranótt laugardags. Starfsmenn Lundans hringdu á lögreglu um tuttugu mínútur í fimm um nóttina og tilkynntu um átök fólksins fyrir utan skemmtistaðinn. Lögregla sinnti tilkynningunni ekki. Í samtali við Fréttablaðið staðfesta starfsmenn skemmtistaðarins að hringt hafi verið á lögregluna og fólkið beðið að hypja sig frá staðnum vegna stympinga. Rúmlega klukkutíma langt myndband er til af samskiptum fólksins að hluta. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að nágranna skemmtistaðarins hafi verið litið út um glugga heimilis síns um fimm leytið um nóttina vegna þess að hann heyrði læti og öskur úti. Sá hann þá konuna liggja nakta á götunni og að maður hafi verið að ganga í burtu frá konunni. Sá hafi verið pollrólegur og reykjandi, unglegur og sjálfsöruggur í göngulagi. Nágranninn hringdi á neyðarlínuna, safnaði saman fötum konunnar og hlúði að henni þar til lögreglu bar að garði. Hann segir konuna hafa átt í miklum erfiðleikum með að greina frá því sem gerðist og hún hafi engu svarað þegar lögreglu bar að garði. Í úrskurðinum segir að ekki hafi verið hægt að taka skýrslu af konunni vegna ástands hennar. Við myndatöku af áverkunum hafi hún þó sagt: „Hann vildi mig.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er tekið fram að það orðalag bendi til þess að um kynferðisbrot hafi verið að ræða. Uppfært: Starfsmaður Lundans í Vestmannaeyjum hafði samband við blaðamann vegna fréttarinnar og vill koma því á framfæri að þó stympingar fólksins og önnur samskipti hafi hafist við skemmtistaðinn hafi konan fundist nokkrum götum frá og svo virðist sem árásin hafi ekki átt sér stað í nánasta umhverfi staðarins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Líkamsárásin í Eyjum: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Grunaður um stórfellda líkamsárás og nauðgun. 21. september 2016 13:09 Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00 Afmynduð í andliti og blóðug á kynfærum Aðkoman var skelfileg og konan óþekkjanleg segir maður sem kom að naktri konu í Vestmannaeyjum snemma á laugardagsmorgun. 21. september 2016 14:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Líkamsárásin í Eyjum: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Grunaður um stórfellda líkamsárás og nauðgun. 21. september 2016 13:09
Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00
Afmynduð í andliti og blóðug á kynfærum Aðkoman var skelfileg og konan óþekkjanleg segir maður sem kom að naktri konu í Vestmannaeyjum snemma á laugardagsmorgun. 21. september 2016 14:49