Launahækkanir Maduro valda verslunum erfiðleikum Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 14:00 Verslanir hafa átt í erfiðleikum með að fylla hillur sínar. Nú vegna mikilla launahækkana neyðast þær margar hverjar til að hætta. Vísir/EPA Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar hafa herjað á Venesúela undanfarin ár, forsetinn Nicolás Maduro hefur verið gagnrýndur fyrir stefnur sínar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Síðasta útspil stjórnarinnar og Maduro hefur dregið dilk á eftir sér. Maduro fyrirskipaði í ágúst um hækkun lægstu launa um næstum 3500 % í einum rykk. Þetta hefur haft það í för með sér að samkvæmt viðskiptaráði Venesúela hafa um 40% verslana í landinu lagt upp laupana. Miami Herald greinir frá. Verslun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna hríðversnandi efnahagsástands í landinu en síðustu aðgerðir hafa veitt mörgum banahöggið. María Uzcátegui forseti viðskiptaráðsins segir að verslunareigendum hafi verið gert það óheimilt að hækka verð til að koma á móti launahækkunum starfsfólks. Hækki verslunarmenn verð eigi þeir á hættu að vera fangelsaðir. Því neyðast verslanir til að borga starfsfólki hærri laun á sama tíma og þær neyðast til að selja vörur á mánaðargömlu verði sem nú er komið undir kostnaðarverð. Uzcategui segir að vegna verðbólgunnar í landinu sé vart hægt að selja vörur á sama verði tvo daga í röð. Hagfræðingurinn Orlando Ochoa sagði við Miami Herald að búðirnar ráði ekki við launahækkanir enda hafi þær nú þegar verið í vandræðum vegna erfiðleika við innkaup frá erlendum birgjum og geta því vart fyllt hillur verslana. Venesúela Tengdar fréttir Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00 Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16 Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar hafa herjað á Venesúela undanfarin ár, forsetinn Nicolás Maduro hefur verið gagnrýndur fyrir stefnur sínar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Síðasta útspil stjórnarinnar og Maduro hefur dregið dilk á eftir sér. Maduro fyrirskipaði í ágúst um hækkun lægstu launa um næstum 3500 % í einum rykk. Þetta hefur haft það í för með sér að samkvæmt viðskiptaráði Venesúela hafa um 40% verslana í landinu lagt upp laupana. Miami Herald greinir frá. Verslun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna hríðversnandi efnahagsástands í landinu en síðustu aðgerðir hafa veitt mörgum banahöggið. María Uzcátegui forseti viðskiptaráðsins segir að verslunareigendum hafi verið gert það óheimilt að hækka verð til að koma á móti launahækkunum starfsfólks. Hækki verslunarmenn verð eigi þeir á hættu að vera fangelsaðir. Því neyðast verslanir til að borga starfsfólki hærri laun á sama tíma og þær neyðast til að selja vörur á mánaðargömlu verði sem nú er komið undir kostnaðarverð. Uzcategui segir að vegna verðbólgunnar í landinu sé vart hægt að selja vörur á sama verði tvo daga í röð. Hagfræðingurinn Orlando Ochoa sagði við Miami Herald að búðirnar ráði ekki við launahækkanir enda hafi þær nú þegar verið í vandræðum vegna erfiðleika við innkaup frá erlendum birgjum og geta því vart fyllt hillur verslana.
Venesúela Tengdar fréttir Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00 Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16 Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00
Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16
Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00