Fýlukast Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. september 2018 08:00 Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla!
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun