Gerum lífið betra Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 17. september 2018 07:30 Ísland er að mörgu leyti gott samfélag. Menningarlíf landsmanna er í blóma, stutt er í óviðjafnanlega náttúrufegurð og yfirleitt er mikil nálægð við fjölskyldu og vini. Hins vegar er sumt sem er þyngra en tárum taki. Í hverri viku deyr einn Íslendingur vegna ofneyslu lyfja og annar mun fremja sjálfsvíg. Í dag búa 6.000 íslensk börn við fátækt og um hundrað eldri borgarar búa á spítalanum því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum einungis 350 þúsund og við erum 11. ríkasta land í heimi. Við þurfum ekki láta eldri borgara og fjölskyldur þeirra búa við óvissu og bág kjör. Við þurfum ekki að refsa öryrkjum fyrir að vinna. Við þurfum ekki að setja minni fjármuni í háskólana en nágrannaþjóðir okkar gera. Við þurfum ekki að láta ljósmæður fara í kjaradeilu. Við þurfum ekki að láta löggæslu og samgöngur drabbast niður. Við þurfum ekki að hafa samfélag þar sem ríkasta 1% landsmanna á meira en 80% þjóðarinnar. Við þurfum ekki að hafa bæjarstjórann í Þorlákshöfn á hærri launum en borgarstjórann í London. Við þurfum ekki að lækka veiðileyfagjöld helmingi meira en það sem stendur til að hækka persónuafslátt fólks. Og við þurfum ekki að vera eitt dýrasta land í heimi. Við lestur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ljóst að stórútgerðarmenn þurfa ekki að fara í mikla kjaradeilu við þessa ríkisstjórn eins og ljósmæður þurftu að gera. Enn á að refsa öryrkjum fyrir samfélagsþátttöku sína og eldri borgarar þurfa áfram að bíða eftir mannsæmandi kjörum. Barnabætur eru enn skilgreindar sem fátækrastyrkur og framhaldsskólarnir fá beinlínis lækkun á fjárframlögum milli ára. Við höfum allt til alls á landinu okkar ef við viljum. En þá þarf að hætta að dekra við sérhagsmuni og sjálftökuliðið. Hlúum að hinum venjulega Íslendingi og gerum lífið auðveldara og ódýrara.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ísland er að mörgu leyti gott samfélag. Menningarlíf landsmanna er í blóma, stutt er í óviðjafnanlega náttúrufegurð og yfirleitt er mikil nálægð við fjölskyldu og vini. Hins vegar er sumt sem er þyngra en tárum taki. Í hverri viku deyr einn Íslendingur vegna ofneyslu lyfja og annar mun fremja sjálfsvíg. Í dag búa 6.000 íslensk börn við fátækt og um hundrað eldri borgarar búa á spítalanum því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum einungis 350 þúsund og við erum 11. ríkasta land í heimi. Við þurfum ekki láta eldri borgara og fjölskyldur þeirra búa við óvissu og bág kjör. Við þurfum ekki að refsa öryrkjum fyrir að vinna. Við þurfum ekki að setja minni fjármuni í háskólana en nágrannaþjóðir okkar gera. Við þurfum ekki að láta ljósmæður fara í kjaradeilu. Við þurfum ekki að láta löggæslu og samgöngur drabbast niður. Við þurfum ekki að hafa samfélag þar sem ríkasta 1% landsmanna á meira en 80% þjóðarinnar. Við þurfum ekki að hafa bæjarstjórann í Þorlákshöfn á hærri launum en borgarstjórann í London. Við þurfum ekki að lækka veiðileyfagjöld helmingi meira en það sem stendur til að hækka persónuafslátt fólks. Og við þurfum ekki að vera eitt dýrasta land í heimi. Við lestur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ljóst að stórútgerðarmenn þurfa ekki að fara í mikla kjaradeilu við þessa ríkisstjórn eins og ljósmæður þurftu að gera. Enn á að refsa öryrkjum fyrir samfélagsþátttöku sína og eldri borgarar þurfa áfram að bíða eftir mannsæmandi kjörum. Barnabætur eru enn skilgreindar sem fátækrastyrkur og framhaldsskólarnir fá beinlínis lækkun á fjárframlögum milli ára. Við höfum allt til alls á landinu okkar ef við viljum. En þá þarf að hætta að dekra við sérhagsmuni og sjálftökuliðið. Hlúum að hinum venjulega Íslendingi og gerum lífið auðveldara og ódýrara.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar