Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 09:48 Verkfræðingarnir mættu með sérútbúin tæki. Vísir/Jói K. Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43