Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 09:48 Verkfræðingarnir mættu með sérútbúin tæki. Vísir/Jói K. Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43