Stofna á leigufélag sem einblínir á landsbyggðina Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2018 18:30 Íbúðalánasjóður ætlar að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með stofnun nýs leigufélags. Nýta á þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, þá félags- og jafnréttismálaráðherra, voru tvær reglugerðir undirritaðar sem miðuðu að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherran fól Íbúðalánasjóði að stofna leigufélag sem muni leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á góðu verði. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir verkefni komið vel á veg og félagið muni einblína á landsbyggðina. „Við erum búin að skoða ferlið og undirbúa stofnunina. Erum ennþá að fara yfir útfærsluatriði sem þarf að klára. En við erum komin vel á veg í vinnunni,” segir Soffía.Ásmundur fer á fund Finna Horft er til annarra Norðurlanda til viðmiðunar en Ásmundur Einarsson, núverandi félagsmálaráðherra, tók við verkefninu og fer seinna í mánuðinum á fund með finnskum húsnæðismálayfirvöldum. Þar hyggst hann kynna sér sérstaklega ríkisleigufélag sem Finnar settu á laggirnar fyrir tekju- og eignalágt fólk. „Eins og við vitum líka þá eru húsnæðismál gríðarlega mikið hagsmunamál í dag. Húsnæðisskortur er í landinu og húsnæðiskostur er dýr. Við teljum í rauninni með því að taka þær eignir sem sjóðurinn á í dag og koma þeim í leigu á landsbyggðinni þá getum við stuðlað að styrkingu og uppbyggingu leigumarkaðar þar,” segir Soffía.Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land Markmið félagsins verður að mæta þeim sem eru tekju- og eignaminni og vantar húsnæði. „Þetta mun breyta því fyrir landsbyggðina að það koma inn húsnæði sem ekki hafa verið í leigu áður. Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land ef það vill flytja þangað, skipta kannski um vinnu og prófa eitthvað nýtt,” segir hún. Húsnæðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Íbúðalánasjóður ætlar að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með stofnun nýs leigufélags. Nýta á þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, þá félags- og jafnréttismálaráðherra, voru tvær reglugerðir undirritaðar sem miðuðu að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherran fól Íbúðalánasjóði að stofna leigufélag sem muni leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á góðu verði. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir verkefni komið vel á veg og félagið muni einblína á landsbyggðina. „Við erum búin að skoða ferlið og undirbúa stofnunina. Erum ennþá að fara yfir útfærsluatriði sem þarf að klára. En við erum komin vel á veg í vinnunni,” segir Soffía.Ásmundur fer á fund Finna Horft er til annarra Norðurlanda til viðmiðunar en Ásmundur Einarsson, núverandi félagsmálaráðherra, tók við verkefninu og fer seinna í mánuðinum á fund með finnskum húsnæðismálayfirvöldum. Þar hyggst hann kynna sér sérstaklega ríkisleigufélag sem Finnar settu á laggirnar fyrir tekju- og eignalágt fólk. „Eins og við vitum líka þá eru húsnæðismál gríðarlega mikið hagsmunamál í dag. Húsnæðisskortur er í landinu og húsnæðiskostur er dýr. Við teljum í rauninni með því að taka þær eignir sem sjóðurinn á í dag og koma þeim í leigu á landsbyggðinni þá getum við stuðlað að styrkingu og uppbyggingu leigumarkaðar þar,” segir Soffía.Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land Markmið félagsins verður að mæta þeim sem eru tekju- og eignaminni og vantar húsnæði. „Þetta mun breyta því fyrir landsbyggðina að það koma inn húsnæði sem ekki hafa verið í leigu áður. Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land ef það vill flytja þangað, skipta kannski um vinnu og prófa eitthvað nýtt,” segir hún.
Húsnæðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira