Stofna á leigufélag sem einblínir á landsbyggðina Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2018 18:30 Íbúðalánasjóður ætlar að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með stofnun nýs leigufélags. Nýta á þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, þá félags- og jafnréttismálaráðherra, voru tvær reglugerðir undirritaðar sem miðuðu að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherran fól Íbúðalánasjóði að stofna leigufélag sem muni leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á góðu verði. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir verkefni komið vel á veg og félagið muni einblína á landsbyggðina. „Við erum búin að skoða ferlið og undirbúa stofnunina. Erum ennþá að fara yfir útfærsluatriði sem þarf að klára. En við erum komin vel á veg í vinnunni,” segir Soffía.Ásmundur fer á fund Finna Horft er til annarra Norðurlanda til viðmiðunar en Ásmundur Einarsson, núverandi félagsmálaráðherra, tók við verkefninu og fer seinna í mánuðinum á fund með finnskum húsnæðismálayfirvöldum. Þar hyggst hann kynna sér sérstaklega ríkisleigufélag sem Finnar settu á laggirnar fyrir tekju- og eignalágt fólk. „Eins og við vitum líka þá eru húsnæðismál gríðarlega mikið hagsmunamál í dag. Húsnæðisskortur er í landinu og húsnæðiskostur er dýr. Við teljum í rauninni með því að taka þær eignir sem sjóðurinn á í dag og koma þeim í leigu á landsbyggðinni þá getum við stuðlað að styrkingu og uppbyggingu leigumarkaðar þar,” segir Soffía.Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land Markmið félagsins verður að mæta þeim sem eru tekju- og eignaminni og vantar húsnæði. „Þetta mun breyta því fyrir landsbyggðina að það koma inn húsnæði sem ekki hafa verið í leigu áður. Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land ef það vill flytja þangað, skipta kannski um vinnu og prófa eitthvað nýtt,” segir hún. Húsnæðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íbúðalánasjóður ætlar að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með stofnun nýs leigufélags. Nýta á þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, þá félags- og jafnréttismálaráðherra, voru tvær reglugerðir undirritaðar sem miðuðu að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherran fól Íbúðalánasjóði að stofna leigufélag sem muni leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á góðu verði. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir verkefni komið vel á veg og félagið muni einblína á landsbyggðina. „Við erum búin að skoða ferlið og undirbúa stofnunina. Erum ennþá að fara yfir útfærsluatriði sem þarf að klára. En við erum komin vel á veg í vinnunni,” segir Soffía.Ásmundur fer á fund Finna Horft er til annarra Norðurlanda til viðmiðunar en Ásmundur Einarsson, núverandi félagsmálaráðherra, tók við verkefninu og fer seinna í mánuðinum á fund með finnskum húsnæðismálayfirvöldum. Þar hyggst hann kynna sér sérstaklega ríkisleigufélag sem Finnar settu á laggirnar fyrir tekju- og eignalágt fólk. „Eins og við vitum líka þá eru húsnæðismál gríðarlega mikið hagsmunamál í dag. Húsnæðisskortur er í landinu og húsnæðiskostur er dýr. Við teljum í rauninni með því að taka þær eignir sem sjóðurinn á í dag og koma þeim í leigu á landsbyggðinni þá getum við stuðlað að styrkingu og uppbyggingu leigumarkaðar þar,” segir Soffía.Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land Markmið félagsins verður að mæta þeim sem eru tekju- og eignaminni og vantar húsnæði. „Þetta mun breyta því fyrir landsbyggðina að það koma inn húsnæði sem ekki hafa verið í leigu áður. Tækifæri fyrir fólk að flytja út á land ef það vill flytja þangað, skipta kannski um vinnu og prófa eitthvað nýtt,” segir hún.
Húsnæðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira