Jöfnunarmark í uppbótartíma dæmt af Englendingum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2018 20:45 Spánverjar fögnuðu sigri á Wembley vísir/getty Spánverjar hefndu fyrir slæmt heimsmeistaramót með sigri á Englendingum í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeild UEFA. Öll þrjú mörk leiksins komu á fyrsta hálftímanum. Marcus Rashford kom heimamönnum yfir strax á 11. mínútu. Samherji hans hjá Manchester United, Luke Shaw, átti frábæra sendingu inn á Rashford sem kláraði færið framhjá öðrum samherja hans hjá United, David de Gea, í marknetið. Spánverjar svöruðu strax tveimur mínútum seinna með marki frá Saúl. Þeir komust svo yfir á 32. mínútu. Rodrigo læddist á milli Harry Kane og Joe Gomez í vörn Englendinga og skilaði fyrirgjöfinni sem kom inn á teiginn í netið. Í upphafi seinni hálfleiks var Luke Shaw borinn af leikvelli með höfuðmeiðsli eftir samstuð. Hann lá lengi á vellinum og voru engar endursýningar sýndar af atvikinu, sem gefur ákveðna vísbendingu um hversu illa þetta leit út. Englendingar náðu sér ekki á strik í seinni hálfleiknum og voru ekki líklegir til þess að jafna leikinn fyrr en undir lok hálfleiksins. Í uppbótartímanum, sem var þó nokkur vegna meiðsa Shaw, náði varamaðurinn Danny Welbeck að koma boltanum í netið en markið var dæmt af og Welbeck dæmdur brotlegur. Hár bolti kom inn í teiginn, David de Gea hoppaði upp í hann og greip boltann en datt um Welbeck sem stóð fyrir framan hann og missti boltann. Welbeck gerði lítið af sér annað en að standa fyrir de Gea, ákveðinn heppnisstimpill yfir því að þetta mark fékk ekki að standa. Lokatölur á Wembley 1-2 og Spánverjar fagna sigri. Þjóðadeild UEFA
Spánverjar hefndu fyrir slæmt heimsmeistaramót með sigri á Englendingum í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeild UEFA. Öll þrjú mörk leiksins komu á fyrsta hálftímanum. Marcus Rashford kom heimamönnum yfir strax á 11. mínútu. Samherji hans hjá Manchester United, Luke Shaw, átti frábæra sendingu inn á Rashford sem kláraði færið framhjá öðrum samherja hans hjá United, David de Gea, í marknetið. Spánverjar svöruðu strax tveimur mínútum seinna með marki frá Saúl. Þeir komust svo yfir á 32. mínútu. Rodrigo læddist á milli Harry Kane og Joe Gomez í vörn Englendinga og skilaði fyrirgjöfinni sem kom inn á teiginn í netið. Í upphafi seinni hálfleiks var Luke Shaw borinn af leikvelli með höfuðmeiðsli eftir samstuð. Hann lá lengi á vellinum og voru engar endursýningar sýndar af atvikinu, sem gefur ákveðna vísbendingu um hversu illa þetta leit út. Englendingar náðu sér ekki á strik í seinni hálfleiknum og voru ekki líklegir til þess að jafna leikinn fyrr en undir lok hálfleiksins. Í uppbótartímanum, sem var þó nokkur vegna meiðsa Shaw, náði varamaðurinn Danny Welbeck að koma boltanum í netið en markið var dæmt af og Welbeck dæmdur brotlegur. Hár bolti kom inn í teiginn, David de Gea hoppaði upp í hann og greip boltann en datt um Welbeck sem stóð fyrir framan hann og missti boltann. Welbeck gerði lítið af sér annað en að standa fyrir de Gea, ákveðinn heppnisstimpill yfir því að þetta mark fékk ekki að standa. Lokatölur á Wembley 1-2 og Spánverjar fagna sigri.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti