Giroud skoraði sigurmarkið og batt enda á 800 mínútna markaþurrð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. september 2018 20:30 Loks skoraði Olivier Giroud fyrir franska landsliðið vísir/getty Frakkar unnu 2-1 sigur á Hollendingum í fyrsta heimaleik sínum eftir að þeir urðu heimsmeistarar í sumar. Liðin mættust í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Það tók Kylian Mbappe aðeins 14. mínútur að skora fyrsta mark leiksins en hann hafði skapað usla strax frá fyrstu mínútu leiksins. Hollendingar ógnuðu marki Frakka lítið sem ekkert í fyrri hálfleik en færðu sig upp á skaftið í þeim seinni. Appelsínugulir gestirnir náðu jöfnunarmarkinu á 67. mínútu þegar Ryan Babel setti fyrirgjöf Kenny Tete í netið. Frakkar voru hins vegar búnir að jafna innan við tíu mínútum seinna. Olivier Giroud náði loks að skora eftir meira en 800 mínútur án marks fyrir franska landsliðið. Hann kom fæti framhjá Virgil van Dijk og skaut boltanum í netið. Hollendingar reyndu að ná í jöfnunarmarkið en það kom ekki. Lokatölur 2-1. Frakkar eru með fjögur stig í riðli 1 í A deildinni eftir tvo leiki, Þjóðverjar eitt og Hollendingar eitt eftir einn leik hvor. Þjóðadeild UEFA
Frakkar unnu 2-1 sigur á Hollendingum í fyrsta heimaleik sínum eftir að þeir urðu heimsmeistarar í sumar. Liðin mættust í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Það tók Kylian Mbappe aðeins 14. mínútur að skora fyrsta mark leiksins en hann hafði skapað usla strax frá fyrstu mínútu leiksins. Hollendingar ógnuðu marki Frakka lítið sem ekkert í fyrri hálfleik en færðu sig upp á skaftið í þeim seinni. Appelsínugulir gestirnir náðu jöfnunarmarkinu á 67. mínútu þegar Ryan Babel setti fyrirgjöf Kenny Tete í netið. Frakkar voru hins vegar búnir að jafna innan við tíu mínútum seinna. Olivier Giroud náði loks að skora eftir meira en 800 mínútur án marks fyrir franska landsliðið. Hann kom fæti framhjá Virgil van Dijk og skaut boltanum í netið. Hollendingar reyndu að ná í jöfnunarmarkið en það kom ekki. Lokatölur 2-1. Frakkar eru með fjögur stig í riðli 1 í A deildinni eftir tvo leiki, Þjóðverjar eitt og Hollendingar eitt eftir einn leik hvor.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti