Kaepernick vakti mikla athygli árið 2016 þegar hann mótmælti kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leiki í NFL-deildinni. Ákvörðunin reyndist honum dýrkeypt, en Kaepernick hefur átt í erfiðleikum með að landa samningi síðan.
Óánægjan virðist þó ekki vera á meðal allra, en sölutölur sýna að sala fyrirtækisins jókst um 31% yfir verkalýðshelgina eftir að herferðin var sett af stað á samfélagsmiðlum og í auglýsingum, samanborið við 17% aukningu á sama tíma í fyrra.
Í auglýsingunni má sjá skýra skírskotun í mótmæli hans og afleiðingar þeirra, en þar segir: „Trúðu á eitthvað, þó það þýði að fórna öllu“.
Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO
— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018
Margir lýstu yfir óánægju með herferðina og tóku margir upp á því að kveikja í varningi frá Nike í mótmælaskyni undir myllumerkinu #JustBurnIt. Þá tjáði Donald Trump sig einnig um hana og sagði fyrirtækið fá slæma útreið vegna hennar.
Just like the NFL, whose ratings have gone WAY DOWN, Nike is getting absolutely killed with anger and boycotts. I wonder if they had any idea that it would be this way? As far as the NFL is concerned, I just find it hard to watch, and always will, until they stand for the FLAG!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018