Hersýningin var ekki eins tilkomumikil og hún hefur jafnan verið síðust ár en 70 ára afmælið er haldið í skugga viðræðna við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga.
Í lok síðasta mánaðar kom í ljós að viðræðurnar á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu gengu ekki nægilega vel því, öllum að óvörum, bað Donald Trump, Bandaríkjaforseti, Mike Pompeo, utanríkisráðherra landsins, um fara ekki til Norður-Kóreu eins og til hafði staðið því ekki hafi náðst nægilegur árangur í viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.
Pólitískir álitsgjafar fréttastofu CNN telja að ástæðan fyrir því að Kim Jong Un hafi ekki teflt fram eldflaugum sínum á hersýningu landsins sé sú að hann vilji ekki stofna viðræðunum í hættu.
Kim fylgdist með sýningunni frá svölum með Li Zhanshu, kínverskan embættismann, við hlið sér. Þeir heilsuðu áhorfendum að sýningu lokinni.

