Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 18:07 Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Vísir/Vilhelm Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Gerðardómur hefur skilað niðurstöðu sinni í kjaradeilu ljósmæðra. Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. Einnig segir dómurinn að endurskoða þurfi vinnufyrirkomulag ljósmæðra og annarra stétta í vaktavinnu.Gerðardómur setur fram ýmsar ábendingar sem settar eru fram í sjö liðum. Sá fyrsti snýr að menntun ljósmæðra og kandídatsgráða ljósmæðra verði metin til jafns við nám hjúkrunarfræðing með tveggja ára sérnám. Ljósmóðir í klínísku starfi skuli raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun.Dómurinn mat það svo að nemar í ljósmóðurfræði hafi ekki setið við sama borð og aðrir nemar í klínískri starfsþjálfun varðandi laun frá árinu 2014. Taka eigi upp laun til ljósmóðurnema frá og með 1. september. Þriðji liðurinn og sá fjórði snúa að starfsþróun og starfsreynslu. Þar segir dómurinn að stofnanir sem ekki hafi starfsþróunarkerfi fyrir ljósmæður komi því á. Við upphaf ráðningar þurfi að horfa til hæfni, færni og reynslu í starfi nýútskrifaðrar ljósmóður. Þá segir dómurinn að stofna eigi stýrihóp til að efla starfsþróun. Í þeim hópi eigi að sitja fulltrúar ríkisins, Ljósmæðrafélags Íslands og Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fimmtán milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári. Þá segir dómurinn að huga þurfi að breytingum á fjölda virkra vinnustunda ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta í vaktavinnu og þá sérstaklega þar sem vaktabyrði er mikil og nákvæmra vinnubragða og viðbragðsflýtis sé krafist. Samningsaðilar eru hvattir til að nýta tímann fram að næstu kjarasamningum til að fækka vinnustundum starfsstétta í vaktavinnu. Þá sé mikilvægt að skoða útfærslur á breyttu vægi vaktaálags.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira