Páfi lofar því að kirkjan hylmi ekki lengur yfir með níðingum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:41 Frans páfi stílaði bréf sitt á allt kaþólskt fólk, um 1,2 milljarða manna. Það er í fyrsta skipti sem páfi tekur á kynferðisbrotum innan kirkjunnar við allt kaþólskt fólk. Vísir/EPA Kynferðisbrot kaþólskra presta hafa lengi verið hunsuð eða þögguð niður og uppræta þarf þá menningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki um allan heim. Þar lofar páfi því að kirkjan muni ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar. Ásakanir um áralanga misnotkun kirkjunnar manna á sóknarbörnum hafa komið fram í fjölda landa. Þannig birti ákærudómstóll í Bandaríkjunum nýlega gögn um umfangsmikla kynferðislega misnotkun presta á börnum í Pennsylvaníuríki og yfirhylmingu yfirmanna kirkjunnar á henni. Bréf páfa til kaþólsks fólks er sagt fordæmalaust. Fyrri bréf páfa sem varða kynferðisbrot innan kirkjunnar hafa fram að þessu aðeins farið til biskupa og sóknarbarna í einstökum ríkjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bréfið var stílað á „guðsfólk“. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi sár hverfa aldrei og að þau krefjast þess að við fordæmum þessi voðaverk af hörku og tökum saman höndum um að uppræta þessa dauðamenningu,“ skrifar páfi sem heitir því að kirkjan muni koma í veg fyrir frekari misnotkun og yfirhylmingu. Varðandi brotin í Pennsylvaníu sagði páfi að þau tilheyrðu flest fortíðinni. Ljóst væri þó að þau hafi lengi verið „hunsuð, haldið leyndum eða þau þögguð niður“. Í gögnum ákærudómstólsins kom fram að 301 kaþólskur prestur hefði misnotað þúsundir barna kynferðislega undanfarin sjötíu ár. Páfi er á leið í opinbera heimsókn til Írlands en þar hefur mikil umræða um brot kaþólskra presta farið fram undanfarin ár. Írland Tengdar fréttir Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17 Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Kynferðisbrot kaþólskra presta hafa lengi verið hunsuð eða þögguð niður og uppræta þarf þá menningu. Þetta kemur fram í bréfi sem Frans páfi hefur skrifað kaþólsku fólki um allan heim. Þar lofar páfi því að kirkjan muni ekki lengur hylma yfir misnotkun innan hennar. Ásakanir um áralanga misnotkun kirkjunnar manna á sóknarbörnum hafa komið fram í fjölda landa. Þannig birti ákærudómstóll í Bandaríkjunum nýlega gögn um umfangsmikla kynferðislega misnotkun presta á börnum í Pennsylvaníuríki og yfirhylmingu yfirmanna kirkjunnar á henni. Bréf páfa til kaþólsks fólks er sagt fordæmalaust. Fyrri bréf páfa sem varða kynferðisbrot innan kirkjunnar hafa fram að þessu aðeins farið til biskupa og sóknarbarna í einstökum ríkjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bréfið var stílað á „guðsfólk“. „Við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi sár hverfa aldrei og að þau krefjast þess að við fordæmum þessi voðaverk af hörku og tökum saman höndum um að uppræta þessa dauðamenningu,“ skrifar páfi sem heitir því að kirkjan muni koma í veg fyrir frekari misnotkun og yfirhylmingu. Varðandi brotin í Pennsylvaníu sagði páfi að þau tilheyrðu flest fortíðinni. Ljóst væri þó að þau hafi lengi verið „hunsuð, haldið leyndum eða þau þögguð niður“. Í gögnum ákærudómstólsins kom fram að 301 kaþólskur prestur hefði misnotað þúsundir barna kynferðislega undanfarin sjötíu ár. Páfi er á leið í opinbera heimsókn til Írlands en þar hefur mikil umræða um brot kaþólskra presta farið fram undanfarin ár.
Írland Tengdar fréttir Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17 Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Saksóknari segir lögreglu hafa fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál innan kirkjunnar sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. 31. júlí 2018 14:17
Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. 15. ágúst 2018 08:00