Körfubolti

Undirbúið ykkur fyrir LeBron rússíbanann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Channing Frye og LeBron James urðu NBA-meistarar saman hjá Cleveland Cavaliers.
Channing Frye og LeBron James urðu NBA-meistarar saman hjá Cleveland Cavaliers. Vísir/Getty
LeBron James er fluttur til Los Angeles og ætlar að spila með NBA-liði Los Angeles Lakers næstu árin. Fyrrum liðsfélagi LeBrons varar leikmenn Lakers við því sem fylgir því að spila í sama liði og LeBron James.

Channing Frye spilaði með LeBron James hjá Cleveland Cavaliers áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers á miðju síðasta tímabili. Hann kláraði tímabilið í LA en hefur nú aftur samið við Cavaliers og spilar því ekki með James í vetur.





Channing Frye þekkir því vel nýju liðsfélaga LeBron James og hefur notað tækifærið til að benda þeim á það að veröld þeirra breytist um leið og þeir setjast í LeBron rússíbanann.

LeBron James kallar á gríðatlega mikla athygli og um leið eykst athyglin mikið á liðsfélögum hans. Í liði Lakers eru fullt af ungum og efnilegum körfuboltamönnum sem þekkja ekki slíka rússíbanaferð á eigin skinni.

„Undirbúið ykkur fyrir alla athyglina sem kemur með LeBron og alla ábyrgðina sem henni fylgir. Ef þið eruð með eina milljón fylgendur á Instagram búið ykkur þá undir það að vera komnir með tvær milljónir,“ sagði hinn 35 ára gamli Channing Frye.

Channing Frye var orðinn þrítugur og búinn að spila í NBA í mörg ár áður en hann settist í LeBron rússíbanann. Hann var því í mun betri stöðu að ráða við þessa athygli og ábyrgð. Það er hins vegar ekkert skrýtið að hann vari unga og óharnaða Lakers stráka við því sem koma skal.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×