Ætla ekki að láta undan þrýstingi Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2018 15:15 Tsai Ing-wen, forseti Taívan. Vísir/EPA Yfirvöld Taívan hétu því í dag að berjast gegn offorsi Kínverja, sem hafa unnið hörðum höndum að því að fá bandamenn Taívan á sitt band. El Salvador hætti nýlega samskiptum við Taívan og varð fimmta ríkið til að gera það á tiltölulega skömmum tíma. Taívan á nú í formlegum samskiptum við einungis sautján ríki í heiminum. Forseti Taívan, Tsai Ing-wen, sagði í dag að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi nágranna sinna,sem reglulega fljúga sprengjuflugvélum í kringum Taívan. Þá sagði hún ákvörðun El Salvador til marks um viðleitni Kína til að einangra eyríkið. Búrkína Fasó, Dóminíska lýðveldið, Saó Tóme og Prinsípe og Panama höfðu áður slitið samskiptum sínum við Taívan. „Við munum snúa okkur að ríkjum sem virða sömu gildi og við, til þess að berjast í sameiningu gegn stjórnlausu háttalagi Kína í alþjóðasamskiptum,“ sagði Tsai.Utanríkisráðherra Taívan sagði ríkisstjórn El Salvador hafa beðið ríkið um fjárhagsaðstoð vegna byggingar nýrrar hafnar en Taívan hefði ekki getað orðið við þeirri beiðni.Áratugagamlar deilur Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Núverandi ríkisstjórn Taívan er hliðholl því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Sendiherra Bandaríkjanna í El Salvador, Jean Manes, skrifaði á Twitter í dag að Bandaríkin myndu taka ákvörðun ríkisstjórnar El Salvador til skoðunar. Ákvörðunin hefði verið slæm og hún myndi hafa áhrif á samband Bandaríkjanna og ríkisstjórnar El Salvador.EE.UU está analizando la decisión de #ElSalvador. Es preocupante por muchas razones, entre las que se incluye romper una relación de más de 80 años con #Taiwán. Sin duda, esto impactará nuestra relación con el gobierno. Seguimos apoyando al pueblo salvadoreño.— Jean Manes (@USAmbSV) August 21, 2018 Búrkína Fasó El Salvador Kína Saó Tóme og Prinsípe Taívan Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39 Stuttermabolur ærði kínverska netverja Bandaríski fatarisinn Gap hefur beðist afsökunar á því að bolur, sem fyrirtækið framleiddi, hafi ekki sýnt „réttar útlínur“ Kína. 15. maí 2018 07:34 Enn fækkar bandamönnum Taívana gegn Kínastjórn Dómíníkanska lýðveldið hefur rift öllum opinberum tengslum við ríkisstjórnina í Taívan og þess í stað formlega viðurkennt stjórnvöld í Pekíng sem hin einu réttmætu kínversku yfirvöld. Það þýðir að aðeins 19 ríki í heiminum viðurkenna nú taívönsku stjórnina, aðallega smáríki sem eru háð efnahagsaðstoð sem þau fá í skiptum. 1. maí 2018 11:06 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Yfirvöld Taívan hétu því í dag að berjast gegn offorsi Kínverja, sem hafa unnið hörðum höndum að því að fá bandamenn Taívan á sitt band. El Salvador hætti nýlega samskiptum við Taívan og varð fimmta ríkið til að gera það á tiltölulega skömmum tíma. Taívan á nú í formlegum samskiptum við einungis sautján ríki í heiminum. Forseti Taívan, Tsai Ing-wen, sagði í dag að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi nágranna sinna,sem reglulega fljúga sprengjuflugvélum í kringum Taívan. Þá sagði hún ákvörðun El Salvador til marks um viðleitni Kína til að einangra eyríkið. Búrkína Fasó, Dóminíska lýðveldið, Saó Tóme og Prinsípe og Panama höfðu áður slitið samskiptum sínum við Taívan. „Við munum snúa okkur að ríkjum sem virða sömu gildi og við, til þess að berjast í sameiningu gegn stjórnlausu háttalagi Kína í alþjóðasamskiptum,“ sagði Tsai.Utanríkisráðherra Taívan sagði ríkisstjórn El Salvador hafa beðið ríkið um fjárhagsaðstoð vegna byggingar nýrrar hafnar en Taívan hefði ekki getað orðið við þeirri beiðni.Áratugagamlar deilur Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Núverandi ríkisstjórn Taívan er hliðholl því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Sendiherra Bandaríkjanna í El Salvador, Jean Manes, skrifaði á Twitter í dag að Bandaríkin myndu taka ákvörðun ríkisstjórnar El Salvador til skoðunar. Ákvörðunin hefði verið slæm og hún myndi hafa áhrif á samband Bandaríkjanna og ríkisstjórnar El Salvador.EE.UU está analizando la decisión de #ElSalvador. Es preocupante por muchas razones, entre las que se incluye romper una relación de más de 80 años con #Taiwán. Sin duda, esto impactará nuestra relación con el gobierno. Seguimos apoyando al pueblo salvadoreño.— Jean Manes (@USAmbSV) August 21, 2018
Búrkína Fasó El Salvador Kína Saó Tóme og Prinsípe Taívan Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39 Stuttermabolur ærði kínverska netverja Bandaríski fatarisinn Gap hefur beðist afsökunar á því að bolur, sem fyrirtækið framleiddi, hafi ekki sýnt „réttar útlínur“ Kína. 15. maí 2018 07:34 Enn fækkar bandamönnum Taívana gegn Kínastjórn Dómíníkanska lýðveldið hefur rift öllum opinberum tengslum við ríkisstjórnina í Taívan og þess í stað formlega viðurkennt stjórnvöld í Pekíng sem hin einu réttmætu kínversku yfirvöld. Það þýðir að aðeins 19 ríki í heiminum viðurkenna nú taívönsku stjórnina, aðallega smáríki sem eru háð efnahagsaðstoð sem þau fá í skiptum. 1. maí 2018 11:06 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01
Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39
Stuttermabolur ærði kínverska netverja Bandaríski fatarisinn Gap hefur beðist afsökunar á því að bolur, sem fyrirtækið framleiddi, hafi ekki sýnt „réttar útlínur“ Kína. 15. maí 2018 07:34
Enn fækkar bandamönnum Taívana gegn Kínastjórn Dómíníkanska lýðveldið hefur rift öllum opinberum tengslum við ríkisstjórnina í Taívan og þess í stað formlega viðurkennt stjórnvöld í Pekíng sem hin einu réttmætu kínversku yfirvöld. Það þýðir að aðeins 19 ríki í heiminum viðurkenna nú taívönsku stjórnina, aðallega smáríki sem eru háð efnahagsaðstoð sem þau fá í skiptum. 1. maí 2018 11:06
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47