Styrking löggæslunnar Sigríður Á. Andersen skrifar 22. ágúst 2018 05:00 Lögreglan er ein af grunnstoðum réttarríkisins og gætir öryggis þeirra sem hér búa og sækja landið heim. Hún kemur fólki til aðstoðar á þeirra erfiðustu tímum og tryggir að lögum sé framfylgt. Starf hennar er mikilvægt í þágu okkar allra og það hefur verið áhersla mín frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra í janúar 2017 að efla löggæsluna; fjölga lögreglumönnum og öðrum sérfræðingum hjá embættunum, standa betur að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, bæta aðbúnað lögreglunnar, styrkja landamæragæslu og tryggja almannaöryggi. Framlög til löggæslumála voru aukin um milljarð króna á þessu ári og 2019 verða framlögin aukin um rúman milljarð króna til viðbótar. Á þessu ári hafa embættin getað fjölgað í lögregluliðum sínum, einkum með tilliti til bættrar meðferðar kynferðisbrota og vegna fjölgunar ferðamanna. Þá eru ótaldar auknar fjárheimildir til annarra þátta sem lúta að öryggi almennings og sem einskorðast ekki við löggæslu. Ég hef einnig leitað til lögregluembættanna um land allt til að vinna með okkur í dómsmálaráðuneytinu að því að greina hvernig fjárframlögum ríkisins til löggæslu er best varið á næstu árum með tilliti til álags. Þessi vinna er grundvöllur að löggæsluáætlun sem verið er að leggja lokahönd á og tekið hefur breytingum eftir ábendingar og sjónarmið lögreglunnar. Fjárlögin sem kynnt verða við upphaf þings í september munu taka mið af þessari vinnu. Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Sigríður Á. Andersen Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Lögreglan er ein af grunnstoðum réttarríkisins og gætir öryggis þeirra sem hér búa og sækja landið heim. Hún kemur fólki til aðstoðar á þeirra erfiðustu tímum og tryggir að lögum sé framfylgt. Starf hennar er mikilvægt í þágu okkar allra og það hefur verið áhersla mín frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra í janúar 2017 að efla löggæsluna; fjölga lögreglumönnum og öðrum sérfræðingum hjá embættunum, standa betur að meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, bæta aðbúnað lögreglunnar, styrkja landamæragæslu og tryggja almannaöryggi. Framlög til löggæslumála voru aukin um milljarð króna á þessu ári og 2019 verða framlögin aukin um rúman milljarð króna til viðbótar. Á þessu ári hafa embættin getað fjölgað í lögregluliðum sínum, einkum með tilliti til bættrar meðferðar kynferðisbrota og vegna fjölgunar ferðamanna. Þá eru ótaldar auknar fjárheimildir til annarra þátta sem lúta að öryggi almennings og sem einskorðast ekki við löggæslu. Ég hef einnig leitað til lögregluembættanna um land allt til að vinna með okkur í dómsmálaráðuneytinu að því að greina hvernig fjárframlögum ríkisins til löggæslu er best varið á næstu árum með tilliti til álags. Þessi vinna er grundvöllur að löggæsluáætlun sem verið er að leggja lokahönd á og tekið hefur breytingum eftir ábendingar og sjónarmið lögreglunnar. Fjárlögin sem kynnt verða við upphaf þings í september munu taka mið af þessari vinnu. Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun