Þorvaldur Örlygsson, þjálfari 19 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sinn fyrir tvo leiki á móti Albaníu í næsta mánuði.
Ísland spilar þá tvo leiki við Albana út í Albaníu dagana 8. og 10. september.
Þorvaldur velur frændur í hópinn sinn en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, og Arnór Borg Guðjohnsen, sonur Arnórs Guðjohnsen, eru báðir í hópnum hans Þorvaldar.
Arnór Borg Guðjohnsen spilar með Swansea City í Wales en Andri Lucas Guðjohnsen er nýkominn til Real Madrid á Spáni.
Arnór Borg og Andri Lucas eru tveir af tíu leikmönnum hópsins sem spila erlendis en tíu úr hópnum spila heima á Íslandi.
Hópurinn
- Spila á Íslandi -
Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik
Kolbeinn Þórðarsson | Breiðablik
Sigurjón Rúnarsson | Grindavík
Þórir Jóhann Helgason | FH
Bjarki Steinn Bjarkason | ÍA
Ísak Óli Ólafsson | Keflavík
Hjalti Sigurðsson | KR
Stefán Árni Geirsson | KR
Sævar Atli Magnússon | Leiknir R.
Viktor Örlygur Andrason | Víkingur R.
- Spila erlendis -
Elías Rafn Ólafsson | FC Mitdtjylland
Patrik S. Gunnarsson | Brentford FC
Birkir Heimisson | SC Heerenven
Ágúst Eðvald Hlynsson | Bröndby IF
Dagur Dan Þórhallsson | Keflavík
Andri Lucas Guðjohnsen | Real Madrid FC
Aron Ingi Andreasson | Hennef FC
Ísak Þorvaldsson | Norwich FC
Atli Barkarson | Norwich FC
Arnór Borg Guðjohnsen | Swansea City FC

