Baghdadi kallar eftir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 10:26 Abu Bakr al-Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið opinberlega fram. Það var þegar hann lýsti yfir stonfun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Vísir/AP Íslamska ríkið birti í vikunni upptöku sem á að vera af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna. Þó ekki hafi verið sannreynt að fullu að upptakan sé í raun af Baghdadi þykir það mjög líklegt og þýðir það að hann hafi ekki fallið í loftárás fyrr í mánuðinum, eins og talið var mögulegt. Í ræðu sinni hvatti Baghdadi fylgjendur sína til að halda baráttu þeirra áfram og kallaði eftir svokölluðum „lone wolf“ árásum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Í upptökunni vitnar Baghdadi í nýlegar vendingar í Sýrlandi og deilur Tyrkja og Bandaríkjanna vegna prestsins Andrew Brunson, sem gefur í skyn að hún hafi verið tekin upp nýlega. Baghdadi sendi síðast frá sér upptöku þann 28. september 2017 en hann er talinn vera í felum í eyðimörkinni á landamærum Írak og Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar og Bandaríkin undirbúa nú árás á það svæði. Baghdadi nefndi ekki sérstaklega að ISIS-liðar hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þess í stað sagði hann að sigur eða tap væri ekki bundið við það að halda borg eða þorpi. Það er til marks um þær vísbendingar að Íslamska ríkið sé nú að ganga í gegnum endurhönnun, ef svo má að orði komast. Að samtökin séu að snúa sér aftur að nokkurs konar hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi.Sjá einnig: Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundinSamkvæmt Guardian sagði Baghdadi að Bandaríkin væru að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu ríkisins og sagði hann Rússa vera að berjast við Bandaríkin um áhrif víða um heim. Þá gagnrýndi hann uppreisnarmenn og vígahópa í suðurhluta Sýrlands fyrir að lúffa fyrir stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði forsvarsmenn þeirra hópa vera svikara og hvatti vígamenn til að ganga til liðs við ISIS í staðinn. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Íslamska ríkið birti í vikunni upptöku sem á að vera af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna. Þó ekki hafi verið sannreynt að fullu að upptakan sé í raun af Baghdadi þykir það mjög líklegt og þýðir það að hann hafi ekki fallið í loftárás fyrr í mánuðinum, eins og talið var mögulegt. Í ræðu sinni hvatti Baghdadi fylgjendur sína til að halda baráttu þeirra áfram og kallaði eftir svokölluðum „lone wolf“ árásum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Í upptökunni vitnar Baghdadi í nýlegar vendingar í Sýrlandi og deilur Tyrkja og Bandaríkjanna vegna prestsins Andrew Brunson, sem gefur í skyn að hún hafi verið tekin upp nýlega. Baghdadi sendi síðast frá sér upptöku þann 28. september 2017 en hann er talinn vera í felum í eyðimörkinni á landamærum Írak og Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar og Bandaríkin undirbúa nú árás á það svæði. Baghdadi nefndi ekki sérstaklega að ISIS-liðar hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þess í stað sagði hann að sigur eða tap væri ekki bundið við það að halda borg eða þorpi. Það er til marks um þær vísbendingar að Íslamska ríkið sé nú að ganga í gegnum endurhönnun, ef svo má að orði komast. Að samtökin séu að snúa sér aftur að nokkurs konar hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi.Sjá einnig: Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundinSamkvæmt Guardian sagði Baghdadi að Bandaríkin væru að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu ríkisins og sagði hann Rússa vera að berjast við Bandaríkin um áhrif víða um heim. Þá gagnrýndi hann uppreisnarmenn og vígahópa í suðurhluta Sýrlands fyrir að lúffa fyrir stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði forsvarsmenn þeirra hópa vera svikara og hvatti vígamenn til að ganga til liðs við ISIS í staðinn.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent