Óþekkt 23 ára stelpa ein af tekjuhæstu íþróttakonum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 15:00 Pusarla Venkata Sindhu. Vísir/Getty Tenniskonur eru mjög áberandi á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims og engin vann sér inn meiri pening en bandaríska tenniskonan Serena Williams. Margir hafa hins vegar klórað sér í höfðinu yfir nafninu Pusarla Venkata Sindhu, íþróttakonunni sem þénaði meira en Charlotte Kalla, Lindsey Vonn og Sarah Sjöström á síðasta ári. Forbes tók saman lista yfir þær íþróttakonur sem unnu sér inn mestan pening á síðasta og að sjálfsögðu eru heimsþekktar íþróttakonur þar í aðalhlutverki. CNN segir frá. Tenniskonan Serena Williams er efst á listanum. Hún fékk reyndar aðeins 62 þúsund dollara í verðlaunafé þar sem hún var í barnseignafríi en á móti komu inn 18,1 milljón dollarar vegna auglýsinga- og styrktarsamninga. 18,1 milljón dollara eru tæpir tveir milljarðar í íslenskum krónum. Efstu tíu konurnar á listanum þénuðu samtals 105 milljónir dollara frá júní 2017 til júní 2018. Það er fjögur prósent lægra en í fyrra og 28 prósent lægra en frá því fyrir fimm árum. Tíu efstu karlarnir þéunuðu samtals tíu sinnum meira en efstu tíu konuranr. Tenniskonur eru í sex hæstu sætunum og þær eru einnig alls átta inn á topp tíu listanum. Kappaksturskonan Danica Patrick kemst inn á listann og svo sú sem er í sjöunda sætinu.PV Sindhu is at 7th spot on the Forbes list of highest-earning women sportspersons in the world. #PVSindhupic.twitter.com/FbmSWJdCwd — GoNews (@GoNews24x7) August 23, 2018Badminton-konan Pusarla Venkata Sindhu frá Indlandi vann sér nefnilega inn 8,5 milljónir dollara á síðasta ári eða 921 milljón í íslenskum krónum. Það þykir mönnum magnað afrek hjá 23 ára íþróttakonu sem fæstir hafa heyrt um. Hún keppir líka í badminton sem er nú ekki oft á lista yfir þær íþróttagreinar sem gefa af sér mestar tekjur. Hún fæddist í júlí 1995, varð fyrsta indverska konan til að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikum og er aðeins annar af tveimur indverskum badminton-spilurum til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum. Sindhu varð önnur á leikunum í Ríó 2016.Extraordinary journey to the riches through an unlikely sport,#PVSindhu pic.twitter.com/S6ivntOLWZ — River Wild (@Repalle_IN) August 23, 2018Vinsældir hennar í Indlandi eru að skila henni þessum gríðarlegu tekjum en hún hefur ennfremur komið íþróttagrein sinni upp í hæstu hæðir í landinu með sinni frammistöðu. Stór hlut tekna hennar koma í gegnum auglýsinga- og styrktarsamninga í heimalandinu. Sindhu vann silfur á síðustu tveimur heimsmeistaramótum (2017 og 2018) en gullið lætur enn bíða eftir sér á stórmótum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún safnar að sér gulli í bankanum.Tekjuhæstu íþróttakonurnar á síðasta ári: 1. Serena Williams (tennis) -- 18,1 milljón dollara 2. Caroline Wozniacki (tennis) -- 13 milljónir dollara 3. Sloane Stephens (tennis) -- 11,2 milljónir dollara 4. Garbine Muguruza (tennis) -- 11 milljónir dollara 5. Maria Sharapova (tennis) -- 10,5 milljónir dollara 6. Venus Williams (tennis) -- 10,2 milljónir dollara 7. Pusarla Venkata Sindhu (badminton) -- 8,5 milljónir dollara 8. Simona Halep (tennis) -- 7,7 milljónir dollara 9. Danica Patrick (kappakstur) -- 7,5 milljónir dollara 10. Angelique Kerber (tennis) -- 7 milljónir dollaraChallenge acceptedand planted 3 saplings now . Thank you @VVSLaxman281 for nominating me for #HarithaHaram . I’m passing the #greenchallenge to @MangteC@Suriya_offl@Samanthaprabhu2 . I hope all of you would join to make our planet greener pic.twitter.com/WXvZZDMLLn — Pvsindhu (@Pvsindhu1) August 11, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Tenniskonur eru mjög áberandi á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims og engin vann sér inn meiri pening en bandaríska tenniskonan Serena Williams. Margir hafa hins vegar klórað sér í höfðinu yfir nafninu Pusarla Venkata Sindhu, íþróttakonunni sem þénaði meira en Charlotte Kalla, Lindsey Vonn og Sarah Sjöström á síðasta ári. Forbes tók saman lista yfir þær íþróttakonur sem unnu sér inn mestan pening á síðasta og að sjálfsögðu eru heimsþekktar íþróttakonur þar í aðalhlutverki. CNN segir frá. Tenniskonan Serena Williams er efst á listanum. Hún fékk reyndar aðeins 62 þúsund dollara í verðlaunafé þar sem hún var í barnseignafríi en á móti komu inn 18,1 milljón dollarar vegna auglýsinga- og styrktarsamninga. 18,1 milljón dollara eru tæpir tveir milljarðar í íslenskum krónum. Efstu tíu konurnar á listanum þénuðu samtals 105 milljónir dollara frá júní 2017 til júní 2018. Það er fjögur prósent lægra en í fyrra og 28 prósent lægra en frá því fyrir fimm árum. Tíu efstu karlarnir þéunuðu samtals tíu sinnum meira en efstu tíu konuranr. Tenniskonur eru í sex hæstu sætunum og þær eru einnig alls átta inn á topp tíu listanum. Kappaksturskonan Danica Patrick kemst inn á listann og svo sú sem er í sjöunda sætinu.PV Sindhu is at 7th spot on the Forbes list of highest-earning women sportspersons in the world. #PVSindhupic.twitter.com/FbmSWJdCwd — GoNews (@GoNews24x7) August 23, 2018Badminton-konan Pusarla Venkata Sindhu frá Indlandi vann sér nefnilega inn 8,5 milljónir dollara á síðasta ári eða 921 milljón í íslenskum krónum. Það þykir mönnum magnað afrek hjá 23 ára íþróttakonu sem fæstir hafa heyrt um. Hún keppir líka í badminton sem er nú ekki oft á lista yfir þær íþróttagreinar sem gefa af sér mestar tekjur. Hún fæddist í júlí 1995, varð fyrsta indverska konan til að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikum og er aðeins annar af tveimur indverskum badminton-spilurum til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum. Sindhu varð önnur á leikunum í Ríó 2016.Extraordinary journey to the riches through an unlikely sport,#PVSindhu pic.twitter.com/S6ivntOLWZ — River Wild (@Repalle_IN) August 23, 2018Vinsældir hennar í Indlandi eru að skila henni þessum gríðarlegu tekjum en hún hefur ennfremur komið íþróttagrein sinni upp í hæstu hæðir í landinu með sinni frammistöðu. Stór hlut tekna hennar koma í gegnum auglýsinga- og styrktarsamninga í heimalandinu. Sindhu vann silfur á síðustu tveimur heimsmeistaramótum (2017 og 2018) en gullið lætur enn bíða eftir sér á stórmótum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún safnar að sér gulli í bankanum.Tekjuhæstu íþróttakonurnar á síðasta ári: 1. Serena Williams (tennis) -- 18,1 milljón dollara 2. Caroline Wozniacki (tennis) -- 13 milljónir dollara 3. Sloane Stephens (tennis) -- 11,2 milljónir dollara 4. Garbine Muguruza (tennis) -- 11 milljónir dollara 5. Maria Sharapova (tennis) -- 10,5 milljónir dollara 6. Venus Williams (tennis) -- 10,2 milljónir dollara 7. Pusarla Venkata Sindhu (badminton) -- 8,5 milljónir dollara 8. Simona Halep (tennis) -- 7,7 milljónir dollara 9. Danica Patrick (kappakstur) -- 7,5 milljónir dollara 10. Angelique Kerber (tennis) -- 7 milljónir dollaraChallenge acceptedand planted 3 saplings now . Thank you @VVSLaxman281 for nominating me for #HarithaHaram . I’m passing the #greenchallenge to @MangteC@Suriya_offl@Samanthaprabhu2 . I hope all of you would join to make our planet greener pic.twitter.com/WXvZZDMLLn — Pvsindhu (@Pvsindhu1) August 11, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti