Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 17:48 Skógeraldar loga nú glatt suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands. Vísir/AP Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Enn liggur mikið magn skotfæra grafið í skóginum en það veldur því að slökkvilið á svæðinu getur ekki farið inn á þau svæði þar sem grunur leikur á að sprengihætta sé á ferðum. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa talað um að eldarnir nái yfir svæði á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Mögulega um íkvekju að ræða Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenburgarfylkis, sagði í samtali við AP að skotfærin á svæðinu væru afar hættuleg og að ekki mætti stíga til jarðar hvar sem væri á svæðinu. Því væri ekki hægt að koma nægilega nálægt eldinum og að af þeim sökum væri slökkvistarf talsvert erfiðara en ef um venjulega skógarelda væri að ræða. Eldurinn kviknaði á fimmtudaginn og er talinn eiga upptök sín á fleiri en einum stað, þannig að ekki er hægt að útiloka að um íkveikju sé að ræða. Yfirvöld á svæðinu rannsaka nú tildrög skógareldanna.Eldarnir eru sagðir ná yfir svæði sem er á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Vísir/APHundruð hafa yfirgefið heimili sín Þá hefur vindátt á svæðinu verið afar óhagstæð íbúum Berlínar en í nokkrum hverfum borgarinnar hefur íbúum verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum, þar sem sterkir vindar hafa blásið reyk frá skógareldunum í átt að höfuðborginni. Búið er að rýma hverfin sem mest hafa fundið fyrir áhrifum eldanna og hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfir 600 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa tekið þátt í því að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Búið er að loka hraðbrautum nálægt svæðinu þar sem eldarnir loga og þá hefur lestaferðum á svæðinu verið aflýst. Erlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Enn liggur mikið magn skotfæra grafið í skóginum en það veldur því að slökkvilið á svæðinu getur ekki farið inn á þau svæði þar sem grunur leikur á að sprengihætta sé á ferðum. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa talað um að eldarnir nái yfir svæði á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Mögulega um íkvekju að ræða Dietmar Woidke, fylkisstjóri Brandenburgarfylkis, sagði í samtali við AP að skotfærin á svæðinu væru afar hættuleg og að ekki mætti stíga til jarðar hvar sem væri á svæðinu. Því væri ekki hægt að koma nægilega nálægt eldinum og að af þeim sökum væri slökkvistarf talsvert erfiðara en ef um venjulega skógarelda væri að ræða. Eldurinn kviknaði á fimmtudaginn og er talinn eiga upptök sín á fleiri en einum stað, þannig að ekki er hægt að útiloka að um íkveikju sé að ræða. Yfirvöld á svæðinu rannsaka nú tildrög skógareldanna.Eldarnir eru sagðir ná yfir svæði sem er á stærð við 500 knattspyrnuvelli.Vísir/APHundruð hafa yfirgefið heimili sín Þá hefur vindátt á svæðinu verið afar óhagstæð íbúum Berlínar en í nokkrum hverfum borgarinnar hefur íbúum verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum, þar sem sterkir vindar hafa blásið reyk frá skógareldunum í átt að höfuðborginni. Búið er að rýma hverfin sem mest hafa fundið fyrir áhrifum eldanna og hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Yfir 600 viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn og hermenn, hafa tekið þátt í því að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Búið er að loka hraðbrautum nálægt svæðinu þar sem eldarnir loga og þá hefur lestaferðum á svæðinu verið aflýst.
Erlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira