Hjálmar Örn fer á kostum í stórskemmtilegu viðtali - Skuldar borgarstjóra pylsu og kók Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 22:19 Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lífið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lífið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira